Sport

Brasilíski kúrekinn mætti í fullum herklæðum á blaðamannafund

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Svona eiga menn að vera á blaðamannafundi.
Svona eiga menn að vera á blaðamannafundi. vísir/hbg
Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, andstæðingur Gunnars Nelson um helgina, sló í gegn á fjölmiðladegi UFC í dag enda í skrautlegasta klæðnaðinum.

Á meðan flestir mættu í íþróttafötum merktum UFC þá kom Brassinn inn í gallabuxum með stóra sylgju, skyrta, sólgleraugu og kúrekahattur. Rándýrt. Hann er fyrrum ródeo-kappi og kallar sig því Kúrekann.

„Ég verð meistari á næstu árum,“ sagði Brassinn með sjálfstraustið í botni eins og venjulega.

„Gunnar er sterkur og ég ber virðingu fyrir honum. Ég er líka harður og hann mun finna fyrir því. Það er kostur og ókostur að hafa ekki barist lengi eins og Gunnar. Hann er pottþétt hungraður en ég er það líka. Ég veit að hann er góður í gólfinu en hann þarf þá að koma mér þangað.“

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Andstæðingur Gunnars veit ekkert um Ísland

Andstæðingur Gunnars Nelson á laugardag, Brasilíumaðurinn Alex Oliveira, er skrautlegur karakter eins og blaðamaður Vísis fékk að kynnast í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×