Jólaspá Siggu Kling – Tvíburinn: Ástarmálin geta orðið mjög fjölbreytileg Sigga Kling skrifar 7. desember 2018 09:00 Elsku Tvíburinn minn, þú ert skörp heillandi manneskja og eins litrík og regnboginn sjálfur. Það þarf bæði rigningu og sól til að regnboginn birtist, svo temdu þér að dansa í rigningunni og faðma sólina. Þú ert að öðlast meiri trú á að allt gangi vel því hugur þinn er eins og elding úr einu í annað, hversu skemmtilegt er það? Lífið þitt hefur verið litríkt og þú ert að fara inn í mjög spennandi tíma, en notaðu þolinmæðina, því skilaboðin eru þolinmæðin þrautir vinnur allar og þegar þú kryddar líf þitt með biðlund þá sérðu ævintýrin í skýrara ljósi. Þér leiðist hversdagsleikinn og það sést svo sannarlega á þér ef fólk fer í taugarnar á þér, sumir jafnvel hræðast þig en þú ert búinn að steingleyma því sem þú sagðir því þú vilt engan særa en það eru margir sem taka þig of alvarlega. Ástarmálin geta orðið mjög fjölbreytileg ef þú ert á lausu, þú getur verið skotinn í einni persónu í dag og annarri á morgun og þú ert sannkallaður daðurlistamaður og getur þess vegna daðrað þig í gegnum allt sem er að stoppa þig þessa dagana. Þú virðist fá afslátt á öllu á óvenjulegustu stöðum þótt þú sért alls ekki að prútta neitt og færð heilmikið frítt, það er eins og ólíklegasta fólk vilji hjálpa þér. Daður ætti að vera kennt í skólum og þú ættir að vera kennarinn, það er nefnilega ekkert að því! Ég til dæmis er Tvíburi með mastersgráðu í daðri; við lífið, fólk á förnum vegi, dýrin og meira að segja bílinn minn því þegar þú sendir út þessa orku þá seturðu bara ljós í augun þín þá fyllist áran þín af regnboganum og það er bara svo sannarlega fallegt. Það er mikil ferðaþrá í hjartanu á þér og óskir tengdar því eru að fara að rætast svo þú verður á ferð og flugi á næstunni hvort sem það eru stutt eða löng ferðalög áttu eftir að njóta þín í ystu æsar.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn, þú ert skörp heillandi manneskja og eins litrík og regnboginn sjálfur. Það þarf bæði rigningu og sól til að regnboginn birtist, svo temdu þér að dansa í rigningunni og faðma sólina. Þú ert að öðlast meiri trú á að allt gangi vel því hugur þinn er eins og elding úr einu í annað, hversu skemmtilegt er það? Lífið þitt hefur verið litríkt og þú ert að fara inn í mjög spennandi tíma, en notaðu þolinmæðina, því skilaboðin eru þolinmæðin þrautir vinnur allar og þegar þú kryddar líf þitt með biðlund þá sérðu ævintýrin í skýrara ljósi. Þér leiðist hversdagsleikinn og það sést svo sannarlega á þér ef fólk fer í taugarnar á þér, sumir jafnvel hræðast þig en þú ert búinn að steingleyma því sem þú sagðir því þú vilt engan særa en það eru margir sem taka þig of alvarlega. Ástarmálin geta orðið mjög fjölbreytileg ef þú ert á lausu, þú getur verið skotinn í einni persónu í dag og annarri á morgun og þú ert sannkallaður daðurlistamaður og getur þess vegna daðrað þig í gegnum allt sem er að stoppa þig þessa dagana. Þú virðist fá afslátt á öllu á óvenjulegustu stöðum þótt þú sért alls ekki að prútta neitt og færð heilmikið frítt, það er eins og ólíklegasta fólk vilji hjálpa þér. Daður ætti að vera kennt í skólum og þú ættir að vera kennarinn, það er nefnilega ekkert að því! Ég til dæmis er Tvíburi með mastersgráðu í daðri; við lífið, fólk á förnum vegi, dýrin og meira að segja bílinn minn því þegar þú sendir út þessa orku þá seturðu bara ljós í augun þín þá fyllist áran þín af regnboganum og það er bara svo sannarlega fallegt. Það er mikil ferðaþrá í hjartanu á þér og óskir tengdar því eru að fara að rætast svo þú verður á ferð og flugi á næstunni hvort sem það eru stutt eða löng ferðalög áttu eftir að njóta þín í ystu æsar.Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur, Jóhanna Heiðdal lögfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira