Múlakaffi og Jói kaupa Blackbox Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:37 Hluti hins nýja eigendahóps á Blackbox í Borgartúni. Aðsend Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði. Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pizzastaðnum Blackbox í Borgartúni. Hinn nýja eigendahóp skipa stofnendur staðarins, Karl Viggó Vigfússon og Jón Gunnar Geirdal auk fulltrúa Gleðipinna, þeim Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni. Aðspurður gefur Jón Gunnar ekki upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins, eins og hversu stóran hlut Gleðipinnar keyptu í Blackbox. Aðeins að um ráðandi hlut sé að ræða eins og fyrr segir. Fram kemur í tilkynningu frá eigendahópnum að markmið þeirra sé að fjölga Blackbox-stöðum á næstu misserum og styrkja félagið til framtíðar. „Við fögnum því að fá til liðs við okkur öfluga aðila með mikla reynslu úr veitingageiranum. Frá upphafi hefur framtíðarsýn Blackbox verið mjög skýr og þessari sýn deila nýir hluthafar með okkur. Framundan er skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar,” segir Jón Gunnar Geirdal, einn stofnenda Blackbox. Blackbox Pizzeria opnaði 22. janúar síðastliðinn í Borgartúni 26. Staðurinn sérhæfir sig í eldbökuðum pizzum með súrdeigsbotni. Blackbox stærir sig af „byltingarkenndum snúningsofni,“ sem nær að baka pizzur á aðeins tveimur mínútum. „Blackbox er virkilega spennandi vörumerki sem hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Gæði pizzanna eru frábær, afgreiðsluhraðinn einstakur og það, ásamt skemmtilegu andrúmslofti staðarins, fellur vel að þörfum markaðarins í dag“, segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Hamborgara-fabrikkunnar. Gleðipinnar ehf. er félag í veitinga- og afþreyingarekstri. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgara-fabrikkunni sem starfrækir 3 veitingastaði.
Veitingastaðir Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira