Litla systir Arnars Braga skráði hann til leiks: „Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2018 10:30 Arnar Bragi komst alla leið í undanúrslit. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni. Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
„Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og að syngja. Litla systir mín sendi inn myndband til TV4 og þeir höfðu samband. Ég ætlaði ekki að taka þátt en þau náðu að sannfæra mig,“ segir knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson sem var sendur heim á föstudagskvöldið í sænska Idolinu. Arnar Bragi var kominn alla leið í fjögurra manna úrslit og flutti hann lagið Against All Odds með Phil Collins í lokaþætti sínum. „Ég er mjög þakklátur og ánægður með þetta allt saman núna eftir á. Þetta er búið að vera mjög þroskandi fyrir mig og ég er búinn að læra ótrúlega mikið um þennan tónlistarheim og líka um sjálfan mig. Mikil pressa og stress en ógeðslega gaman. Mikið sem ég get nýtt mér í framtíðinni.“ Arnar Bragi, sem kallaður er Bragi Bergsson í Svíþjóð, hafði slegið í gegn í þáttunum en fimmtán þúsund manns hófu leik í Idolinu og er hann því á meðal þeirra bestu þrátt fyrir úrslit föstudagskvöldsins. Þrátt fyrir að vera lipur söngvari var hann betur þekktur sem fótboltamaður hér á landi og spilaði með ÍBV og Fylki. Í dag spilar hann með C-deildar liðinu Utsiktens BK í Västra Frölunda nærri Gautaborg í Svíþjóð.Arnar hefur farið á kostum í þáttunum.„Ég er ekki búinn að geta verið neitt í fótbolta núna í haust en ég byrja aftur að æfa eftir áramót og hef saknað þess mikið að spila fótbolta.“ Hann segir að Idolkeppnin sé mjög vinsæll í Svíþjóð. „Þetta er líklega stærsti skemmtiþátturinn í Svíþjóð. Það eru fleiri enn milljón sem fylgist með í beinni á föstudagskvöldunum og síðan horfir líka fólk á netinu. Auk þess er alveg umfjöllun í fjölmiðlum hér þannig þetta er alveg frekar stórt.“ Arnar segir að öll sú reynsla sem hann hafi fengið með þátttöku sinni standi upp úr. „Allt það fólk sem maður hefur hitt og kynnst og allt sem maður er búinn að læra. Búinn að átta mig á því að það er miklu erfiðara að standa á sviði og syngja í beinni en ég átti von á,“ segir Arnar og bætir við að það hafi ekki verið mikil vonbrigði að detta úr leik.Hér má sjá Arnar taka dúett í keppninni.„Ég er bara mjög ánægður með mína frammistöðu. Flestir sem voru í þættinum hafa miklu meiri reynslu hvað varðar tónlist og að syngja fyrir framan fólk. Er bara hrikalega ánægður með af hafa komist svona langt miðað við hvað ég var búinn að syngja litið á sviði fyrir þetta haust.“ Hann stefnir á það að reyna enn meira fyrir sér í tónlist í kjölfarið. „Já, það er planið. Hlakka til af vinna með flottu fólki og gefa út eigin tónlist. Núna fyrst er ég að fara á flesta staði í Svíþjóð og syngja með hinum sem komust í undanúrslit, í 2-3 vikur en það væri gaman ef maður næði að koma til Íslands og syngja á einhverjum jólatónleikum í framtíðinn eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arnar Bragi léttur. Hér að neðan má sjá nokkra flutninga Arnar Braga úr seríunni.
Tengdar fréttir Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00 Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Sjá meira
Arnar Bragi úr leik í sænska Idol Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson var sendur heim í kvöld í sænska Idolinu. 30. nóvember 2018 22:00
Arnar Bragi slær í gegn í sænska Idolinu og þetta er ástæðan Knattspyrnumaðurinn Arnar Bragi Bergsson er sannarlega að slá í gegn í sænsku útgáfunni af skemmtiþáttunum Idol. 23. nóvember 2018 12:30