Dómur yfir erkibiskupnum felldur niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 07:31 Philip Wilson var sakfelldur í maí fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Tólf mánaða fangelsisdómur yfir honum var svo kveðinn upp í júlí síðastliðnum. Vísir/Afp Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan. Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan.
Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04
Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27
Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00