Dómur yfir erkibiskupnum felldur niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2018 07:31 Philip Wilson var sakfelldur í maí fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Tólf mánaða fangelsisdómur yfir honum var svo kveðinn upp í júlí síðastliðnum. Vísir/Afp Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan. Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Dómur yfir fyrrverandi erkibiskup innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu hefur verið felldur niður. Erkibiskupinn, Philip Wilson, hlaut fyrr á þessu ári 12 mánaða fangelsisdóm fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. Hann áfrýjaði dómnum og komst æðra dómsstig að þeirra niðurstöðu í gær að ekki hafi verið sýnt fram á sekt erkibiskupsins með óyggjandi hætti á fyrri stigum málsins. Með dómnum varð Wilson, sem er 68 ára gamall, hæst setti embættismaður innan gjörvallrar kaþólsku kirkjunnar sem fundinn hafði verið sekur um brot af þessu tagi.Sjá einnig: Erkibiskup í 12 mánaða fangelsiWilson hélt ætíð sakleysi sínu fram og sagðist ekkert hafa vitað um brot presins James Patrick Fletcher á áttunda áratugnum. Fletcher var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn níu börnum og lést innan fangelsisveggja árið 2006. Lögmaður erkibiskupsins náði að sannfæra dómarann, sem hafði áfrýjunarmál hans til meðferðar, um að ekki væri fullsannað að Wilson hafi vísvitandi trassað það að tilkynna brot prestsins til lögreglunnar. Hann hafi ekki getað verið viss um það að ásakanirnar um kynferðisbrot væru á rökum reistar og því ekki óeðlilegt, að mati dómarans, að hann hafi beðið með að greina frá þeim. Við aðalmeðferð málsins í maí var Wilson sagður hafa þagað um ásakanirnar til þess að vernda orðspor kirkjunnar. Þá var Wilson sakaður um að hafa ekki i sýnt neina iðrun við aðalmeðferðina. Wilson sagði erkibiskupsstöðu sinni í áströlsku borginni Adelaide lausri eftir dómsuppkvaðninguna í júlí og hefur verið í stofufangelsi síðan.
Ástralía Eyjaálfa Tengdar fréttir Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04 Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27 Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 22. maí 2018 05:04
Erkibiskup í 12 mánaða fangelsi Kaþólskur erkibiskup í Ástralíu hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar. 3. júlí 2018 06:27
Erkibiskupinn segir af sér Frans páfi hefur fallist á afsagnarbeiðni ástralska erkibiskupsins Philips Wilson sem var dæmdur fyrir að hafa vísvitandi haldið barnaníði leyndu. 31. júlí 2018 06:00