Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:35 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37