Gunnar fór utan síðasta föstudag og í gær tók einn af þjálfurum hans, Matt Miller, hann með í smá ferðalag.
Miller er Kanadabúi og fór með Gunnar til þess að heimsækja fjölskyldu sína. Þar gat Gunnar skellt sér aðeins á fjórhjól áður en hann snæddi kvöldverð með foreldrum Miller.
Nauðsynlegt í öllum asanum að komast aðeins úr borginni og ná góðri slökun.
Bardaginn fer fram næsta laugardag í Toronto og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður rækilega upp fyrir bardagann í Búrinu á sömu stöð næstkomandi fimmtudag.



