Tiger lenti í vandræðum með golfreglurnar á sínu eigin móti Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 1. desember 2018 10:00 Tiger átti fínan annan hring getty/vísir Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur. Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt. Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari. Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti. Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn. Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari. Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari. Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira