Sjóliðarnir fluttir til Moskvu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Einn úkraínsku sjóliðana í fylgd rússnesks FSB-liða. Nordicphotos/AFP Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea Rússland Úkraína Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira
Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea
Rússland Úkraína Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Erlent Fleiri fréttir Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sjá meira