Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:00 Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira