Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:55 Sjálfboðaliðar Hvítu hjálmanna að störfum. Þeir eru nú orðnir skotmark bæði rússneskra áróðursmeistara og sýrlenska stjórnarhersins. Vísir/EPA Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á. Rússland Sýrland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á.
Rússland Sýrland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira