Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:03 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31