Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2018 19:00 Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira