Segir að Real Madrid vilji fá Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 13:30 Jose Mourinho er ekkert hættur að fá góð atvinnutilboð þrátt fyrir að vera rekinn í fjórða sinn í morgun. Vísir/Getty Flestir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu eflaust brottrekstri Jose Mourinho í morgun en það lítur út fyrir að einn hásettur maður í Madrid hafi einnig verið mjög ánægður með þróun mála á Old Traffird. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United um klukkan níu í morgun en hann verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus. Nýjustu fréttir frá Spáni herma að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi enn mikinn áhuga á því að fá Jose Mourinho til að taka við Real liðinu á ný. Miguel Delaney á Independent slær þessu upp en Jose Mourinho var áður stjóri Real Madrid frá 2010 til 2013. Jose Mourinho gerði Real Madrid að spænskum meisturum árið 2012 en hætti árið eftir eftir að samskipti við nokkra leikmenn voru orðin mjög slæm.Perez would still have Mourinho at Madridhttps://t.co/EcwCqLmfWy — Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 18, 2018Mourinho átti í mestum vandræðum í samskiptum sínum við þá Iker Casillas, Sergio Ramos og Marcelo. Casillas fór frá félaginu en þeir Sergio Ramos og Marcelo eru þar enn. Santiago Solari er núverandi þjálfari Real Madrid en hann tók við af Julen Lopetegui á miðju tímabili. Lopetegui náði aðeins nokkrum mánuðum í starfi. Real Madrid er í raun ekki búið að finna raunverulegan eftirmann Frakkans Zinedine Zidane sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili með liðið þar af Meistaradeildina þrjú ár í röð. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er farinn að huga að því að setja saman nýtt framtíðarlið því margir leikmanna liðsins eru farnir að eldast. Hann sér Mourinho sem góðan mann í það krefjandi verkefni. Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu eflaust brottrekstri Jose Mourinho í morgun en það lítur út fyrir að einn hásettur maður í Madrid hafi einnig verið mjög ánægður með þróun mála á Old Traffird. Jose Mourinho var rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United um klukkan níu í morgun en hann verður væntanlega ekki lengi atvinnulaus. Nýjustu fréttir frá Spáni herma að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi enn mikinn áhuga á því að fá Jose Mourinho til að taka við Real liðinu á ný. Miguel Delaney á Independent slær þessu upp en Jose Mourinho var áður stjóri Real Madrid frá 2010 til 2013. Jose Mourinho gerði Real Madrid að spænskum meisturum árið 2012 en hætti árið eftir eftir að samskipti við nokkra leikmenn voru orðin mjög slæm.Perez would still have Mourinho at Madridhttps://t.co/EcwCqLmfWy — Miguel Delaney (@MiguelDelaney) December 18, 2018Mourinho átti í mestum vandræðum í samskiptum sínum við þá Iker Casillas, Sergio Ramos og Marcelo. Casillas fór frá félaginu en þeir Sergio Ramos og Marcelo eru þar enn. Santiago Solari er núverandi þjálfari Real Madrid en hann tók við af Julen Lopetegui á miðju tímabili. Lopetegui náði aðeins nokkrum mánuðum í starfi. Real Madrid er í raun ekki búið að finna raunverulegan eftirmann Frakkans Zinedine Zidane sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili með liðið þar af Meistaradeildina þrjú ár í röð. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er farinn að huga að því að setja saman nýtt framtíðarlið því margir leikmanna liðsins eru farnir að eldast. Hann sér Mourinho sem góðan mann í það krefjandi verkefni.
Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira