Blaðamönnum L'Équipe vísað á dyr á blaðamannafundi PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 15:00 Neymar Jr og Kylian Mbappe fagna marki með PSG. Vísir/Getty L'Équipe er stærsta og virtasta íþróttablað Frakka en það fær ekki lengur að mæta á blaðamannafundi Paris Saint-Germain ef marka má fréttaflutning blaðsins. L'Équipe segir frá því að blaðamönnum L'Équipe hafi verið vísað á dyr á blaðamannafundi PSG fyrir bikarleik á móti Orléans en fundurinn fór fram í gær. L'Équipe þykir miður að forráðamenn Paris Saint-Germain skuli haga sér svona en að blaðið ætli samt að halda áfram að færa lesendum sínum fréttir af Paris Saint-Germain liðinu. Menn rekja þessar aðgerðir Paris Saint-Germain til greinar sem birtist um félagið í L'Équipe á dögunum.PSG bars French newspaper L'Equipe from press conference over Financial Fair Play articlehttps://t.co/T5i0Cs3tULpic.twitter.com/4YdbilC46c — The Field (@thefield_in) December 18, 2018L'Équipe var þá að fjalla um stöðu franska liðsins gagnvart rekstrarreglum UEFA og sló því upp að PSG gæti þurft að selja stórstjörnurnar Kylian Mbappé og Neymar vegna brota á reglum um rekstur fótboltafélaga. Það hefur verið kergja í samskiptum PSG og L'Équipe í framhaldinu og blaðamenn L'Équipe hættu að spyrja spurninga á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í síðustu viku. Margir hafa velt fyrir sér hvernig Paris Saint-Germain geti eytt stjarnfræðilegum upphæðum í marga af bestu knattspyrnumönnum heims án þess að brjóta fyrrnefndar rekstrarreglur UEFA.PSG refused L'Equipe entry to today's pre-match (Orleans in the Coupe de la Ligue) press conference. That comes after they were not allowed to ask questions at last week's press conferences in Belgrade.https://t.co/wudVMaBlgs — Jonathan Johnson (@Jon_LeGossip) December 17, 2018Fótboltafélög verða að sýna fram á tekjur til að vega upp á móti eyðslu sinni í leikmenn, laun og fleira. Blaðamenn L'Équipe fengu því ekki tækifæri til að spyrja þjálfara og leikmann Paris Saint-Germain um komandi leiki við Manchester United í Meistaradeildinni en félögin drógust saman í sextán liða úrslitunum þegar dregið var í gær. Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
L'Équipe er stærsta og virtasta íþróttablað Frakka en það fær ekki lengur að mæta á blaðamannafundi Paris Saint-Germain ef marka má fréttaflutning blaðsins. L'Équipe segir frá því að blaðamönnum L'Équipe hafi verið vísað á dyr á blaðamannafundi PSG fyrir bikarleik á móti Orléans en fundurinn fór fram í gær. L'Équipe þykir miður að forráðamenn Paris Saint-Germain skuli haga sér svona en að blaðið ætli samt að halda áfram að færa lesendum sínum fréttir af Paris Saint-Germain liðinu. Menn rekja þessar aðgerðir Paris Saint-Germain til greinar sem birtist um félagið í L'Équipe á dögunum.PSG bars French newspaper L'Equipe from press conference over Financial Fair Play articlehttps://t.co/T5i0Cs3tULpic.twitter.com/4YdbilC46c — The Field (@thefield_in) December 18, 2018L'Équipe var þá að fjalla um stöðu franska liðsins gagnvart rekstrarreglum UEFA og sló því upp að PSG gæti þurft að selja stórstjörnurnar Kylian Mbappé og Neymar vegna brota á reglum um rekstur fótboltafélaga. Það hefur verið kergja í samskiptum PSG og L'Équipe í framhaldinu og blaðamenn L'Équipe hættu að spyrja spurninga á blaðamannafundi fyrir leik liðsins á móti Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í síðustu viku. Margir hafa velt fyrir sér hvernig Paris Saint-Germain geti eytt stjarnfræðilegum upphæðum í marga af bestu knattspyrnumönnum heims án þess að brjóta fyrrnefndar rekstrarreglur UEFA.PSG refused L'Equipe entry to today's pre-match (Orleans in the Coupe de la Ligue) press conference. That comes after they were not allowed to ask questions at last week's press conferences in Belgrade.https://t.co/wudVMaBlgs — Jonathan Johnson (@Jon_LeGossip) December 17, 2018Fótboltafélög verða að sýna fram á tekjur til að vega upp á móti eyðslu sinni í leikmenn, laun og fleira. Blaðamenn L'Équipe fengu því ekki tækifæri til að spyrja þjálfara og leikmann Paris Saint-Germain um komandi leiki við Manchester United í Meistaradeildinni en félögin drógust saman í sextán liða úrslitunum þegar dregið var í gær.
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira