Jólaverslunin lítur vel út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Jólaverslun fer vel af stað að sögn kaupmanna í Kringlunni en aðsóknin hefur aukist lítillega frá því í desember í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir þurfa fleiri stæði við verslunarmiðstöðina á þessum tíma. Þá hefur netverslun hefur aukist mikið milli ára samkvæmt upplýsingum frá Póstinum. Alls komu tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns í Kringluna á fyrst fjórtán dögum desembermánaðar og er það um eins og hálfs prósenta aukning frá því á síðasta ári. Margir lögðu leið sína þangað í dag til að stunda jólainnkaupin og var afar erfitt að finna stæði um tíma. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að á dögum sem þessum þurfi fleiri stæði. „Bílastæðin eru í raun þröskuldurinn að því hvað við getum tekið á móti mörgum inní húsið,“ segir hann. Hann segir að fimmtándi desember sé yfirleitt einn af stærri dögum ársins, einkum ef hann ber upp á laugardag. „Síðustu tíu dagarnir í desember eru alla jafna stærstu aðsóknardagar ársins og þetta er fyrsti dagurinn af þeim,“ segir Sigurjón. Jólaverslun gekk afar vel á síðast ári og þetta ár lítur vel út að sögn Sigurjóns. Samkvæmt upplýsingum frá Póstinum hafa pakkasendingar frá útlöndum aukist um 15% það sem af er ári og um tíu prósent innanlands en stór hluti þeirra er vegna aukinnar netverslunar. Sigurjón segir að netverslunin hafi mögulega áhrif á verslun í Kringlunni en aðallega á þann hátt að hún myndi mögulega aukast enn meir ef ekki væri fyrir hana. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Jólaverslun fer vel af stað að sögn kaupmanna í Kringlunni en aðsóknin hefur aukist lítillega frá því í desember í fyrra. Framkvæmdastjórinn segir þurfa fleiri stæði við verslunarmiðstöðina á þessum tíma. Þá hefur netverslun hefur aukist mikið milli ára samkvæmt upplýsingum frá Póstinum. Alls komu tvöhundruð og fimmtíu þúsund manns í Kringluna á fyrst fjórtán dögum desembermánaðar og er það um eins og hálfs prósenta aukning frá því á síðasta ári. Margir lögðu leið sína þangað í dag til að stunda jólainnkaupin og var afar erfitt að finna stæði um tíma. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að á dögum sem þessum þurfi fleiri stæði. „Bílastæðin eru í raun þröskuldurinn að því hvað við getum tekið á móti mörgum inní húsið,“ segir hann. Hann segir að fimmtándi desember sé yfirleitt einn af stærri dögum ársins, einkum ef hann ber upp á laugardag. „Síðustu tíu dagarnir í desember eru alla jafna stærstu aðsóknardagar ársins og þetta er fyrsti dagurinn af þeim,“ segir Sigurjón. Jólaverslun gekk afar vel á síðast ári og þetta ár lítur vel út að sögn Sigurjóns. Samkvæmt upplýsingum frá Póstinum hafa pakkasendingar frá útlöndum aukist um 15% það sem af er ári og um tíu prósent innanlands en stór hluti þeirra er vegna aukinnar netverslunar. Sigurjón segir að netverslunin hafi mögulega áhrif á verslun í Kringlunni en aðallega á þann hátt að hún myndi mögulega aukast enn meir ef ekki væri fyrir hana.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira