Sóknarþungi Liverpool mætir míglekri vörn Manchester United Hjörvar Ólafsson skrifar 15. desember 2018 13:30 Einn besti markvörður heims hefur ekki fengið mikla hjálp frá varnarlínu sinni í vetur vísir/getty Liverpool fær Manchester United í heimsókn í stórleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield á morgun. Segja má að taflið hafi snúist frá því sem verið hefur lungann úr síðustu þremur áratugum tæpum. Fyrir leiki helgarinnar er Liverpool í efsta sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Manchester City og 16 stig skilja að Liverpool og Manchester United sem situr í sjötta sæti deildarinnar. Liverpool er í meiðslavandræðum í varnarlínu sinni, en Joël Matip, Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez glíma við meiðsli. Nathaniel Clyne hefur æft af fullum krafti í vikunni og er leikfær í leiknum, en líklegra er að James Milner leysi hægri bakvarðarstöðuna að þessu sinni. Hjá Manchester United eru Victor Lindelöf og Alexis Sánchez á meiðslalistanum. Liverpool þurfti að öllum sínum kröftum og einbeitingu að halda í sigrinum gegn Napoli í Meistaradeildinni, en sigurinn var lífsnauðsynlegur til þess að tryggja liðinu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Manchester United gat hins vegar mætt áhyggjulaust til leiks þegar liðið mætti Valencia þar sem liðið var þegar komið áfram fyrir leikinn. Liðin gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust í deildinni á síðasta keppnistímabili, en Manchester United hafði betur í deildarleik liðanna á Old Trafford. Liverpool ætti að mæta til leiks með meira sjálfstraust þar sem liðið hefur borið sigur úr býtum í síðustu fjórum leikjum sínum og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Manchester United hefur hins vegar á sama tíma unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum, tapaði tveimur og gert þrjú jafntefli. Liðin hafa skorað ámóta mörg mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Manchester United hefur hins vegar gengið mun verr en Manchester United að koma í veg fyrir mörk andstæðinga sinna. Liverpool hefur fengið á sig sex deildarmörk á meðan Manchester United hefur lekið 20 mörkum meira. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Liverpool fær Manchester United í heimsókn í stórleik 17. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Anfield á morgun. Segja má að taflið hafi snúist frá því sem verið hefur lungann úr síðustu þremur áratugum tæpum. Fyrir leiki helgarinnar er Liverpool í efsta sæti deildarinnar með eins stigs forskot á Manchester City og 16 stig skilja að Liverpool og Manchester United sem situr í sjötta sæti deildarinnar. Liverpool er í meiðslavandræðum í varnarlínu sinni, en Joël Matip, Trent Alexander-Arnold og Joe Gomez glíma við meiðsli. Nathaniel Clyne hefur æft af fullum krafti í vikunni og er leikfær í leiknum, en líklegra er að James Milner leysi hægri bakvarðarstöðuna að þessu sinni. Hjá Manchester United eru Victor Lindelöf og Alexis Sánchez á meiðslalistanum. Liverpool þurfti að öllum sínum kröftum og einbeitingu að halda í sigrinum gegn Napoli í Meistaradeildinni, en sigurinn var lífsnauðsynlegur til þess að tryggja liðinu sæti í 16 liða úrslitum keppninnar. Manchester United gat hins vegar mætt áhyggjulaust til leiks þegar liðið mætti Valencia þar sem liðið var þegar komið áfram fyrir leikinn. Liðin gerðu markalaust jafntefli þegar þau mættust í deildinni á síðasta keppnistímabili, en Manchester United hafði betur í deildarleik liðanna á Old Trafford. Liverpool ætti að mæta til leiks með meira sjálfstraust þar sem liðið hefur borið sigur úr býtum í síðustu fjórum leikjum sínum og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Manchester United hefur hins vegar á sama tíma unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum, tapaði tveimur og gert þrjú jafntefli. Liðin hafa skorað ámóta mörg mörk í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Manchester United hefur hins vegar gengið mun verr en Manchester United að koma í veg fyrir mörk andstæðinga sinna. Liverpool hefur fengið á sig sex deildarmörk á meðan Manchester United hefur lekið 20 mörkum meira.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira