Aukið gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2018 13:22 Katrín Jakobsdóttir og ráðherrarnir í ríkisstjórn fögnuðu eins árs afmæli stjórnarsamstarfsins á Fullveldisdaginn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þingflokksformenn allra flokka á Alþingi standa að frumvarpi sem ætlað er að treysta rekstrargrundvöll stjórnmálasamtaka og jafna stöðu lítilla og stórra flokka. Hert er á reglum um upplýsingaskyldu og hvaða lögaðilar styrkja stjórnmálasamtök. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í morgun var tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um frestun funda Alþingis en stefnt er að því að Alþingi ljúku störfum fyrir jólaleyfi í dag. „Tillagan er svohljóðandi. Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 14. desember 2018 eða síðar ef nausyn krefur til 21. janúar 2019. Tillagan skýrir sig sjálf,“ sagði Katrín. En þetta er lögformlegt skilyrði fyrir því að Alþingi geti gert hlé á fundum sínum. Þá voru greidd atkvæði að lokinni annarri umræðu um frumvarp formanna allra flokka á þingi um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Forsætisráðherra sagði frumvarpið fela í sér aukið gagnsæi varðandi fjármál stjórnmálaflokka. „Meðal annars með því að birta fullan ársreikning opinberlega sem er nýmæli. Sömuleiðis er kveðið á um að stjórnmálasamtökum, kjörnum fulltrúum og frambjóðendum verði óheimilt að taka þátt í birtingu efnis eða auglýsinga án þess að nöfn þeirra komi fram. Sem er fyrsta skrefið í baráttu stjórnmálahreyfinganna gegn nafnlausum áróðri í tengslum við kosningar og stjórnmálabaráttu,“ sagði Katrín. Þá eru nýmæli að birta skuli nöfn allra lögaðila sem styrkja stjórnmálastarfsemi. „Ástæða þess að allir stjórnmálaflokkar á Alþingi standa saman að þessu frumvarpi er nauðsyn þess að efla starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Efla lýðræðið. Á Íslandi eru færri þingmenn með færri starfsmenn en á hinum Norðurlöndunum og í þokkabót fá stjórnmálaflokkar á Íslandi lægri fjárframlög,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Framkvæmdavaldið á íslandi væri mjög sterkt og í yfirburðarstöðu gagnvart löggjafarvaldinu. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir frumvarpið til mikilla bóta fyrir fulltrúalýðræðið á Íslandi. „Með frumvarpinu bætum við aðstæður lítilla flokka og aukum þannig jafnræði á milli eldri og rótgróinna flokka og nýrra og minni flokka. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar betrumbætur. Meðal annars er gegnsæi aukið. Við treystum betur rekstraröryggi flokka í sveitarstjórnarkosningum. Einföldum og skýrum reglur um framlög til stjórnmálaflokka þannig að tengdir aðilar geti ekki svo auðveldlega lagt of mikið fé til flokka. Kveðum á um að birta ársreikninga flokka og fleira,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira