Innlent

Brýn löggjöf fyrir orðspor landsins

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink
„Við höfum auðvitað ekki staðið okkur vel í þessu frekar en mörgu öðru og nú er svo komið að við erum nánast á svörtum lista og því liggur mjög á að þetta mál verði afgreitt,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Þverpólitísk samstaða var um lögin sem samþykkt voru í þinginu í gær en um innleiðingu á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópu er að ræða. Dregist hefur nokkuð að innleiða tilskipunina hér á landi og sagði Brynjar að nauðsynlegt væri að ljúka málinu svo orðspor Íslands í útlöndum „bíði ekki frekari hnekki en orðið er“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×