Ellert segir aldraða ekki hafa tíma til að bíða Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 20:15 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni. FBL/SAJ Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram. Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram.
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira