Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur ís veitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað.Stúlkan talin trúverðug Maðurinn neitaði sök. Hann hefur alltaf neitað að hafa haft samræði eða önnur kynferðisleg afskipti af stúlkunni umrædda nótt. Þegar stúlkan og frænka hennar voru farnar úr húsinu sendi frænkan manninum SMS þar sem hún sakaði hann um að hafa brotið gegn stúlkunni kynferðislega en hann neitaði allri vitneskju um það.Er það niðurstaða dómsins að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og hafi verið stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hafi hann passað við sönnunargögn í málinu. Þá hafi stúlkan verið í meðferð hjá sálfræðingi Barnahúss sem sagði hana bera mörg þekkt einkenni þolenda kynferðisofbeldis. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu en hann var 17 ára þegar hann framdi brotið og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Skal hann borga stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur en hann er sem fyrr segir dæmdur í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur ís veitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað.Stúlkan talin trúverðug Maðurinn neitaði sök. Hann hefur alltaf neitað að hafa haft samræði eða önnur kynferðisleg afskipti af stúlkunni umrædda nótt. Þegar stúlkan og frænka hennar voru farnar úr húsinu sendi frænkan manninum SMS þar sem hún sakaði hann um að hafa brotið gegn stúlkunni kynferðislega en hann neitaði allri vitneskju um það.Er það niðurstaða dómsins að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og hafi verið stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hafi hann passað við sönnunargögn í málinu. Þá hafi stúlkan verið í meðferð hjá sálfræðingi Barnahúss sem sagði hana bera mörg þekkt einkenni þolenda kynferðisofbeldis. Maðurinn hefur ekki áður hlotið refsingu en hann var 17 ára þegar hann framdi brotið og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Skal hann borga stúlkunni 1,2 milljónir króna í miskabætur en hann er sem fyrr segir dæmdur í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira