Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 13:46 Sætin eru alls 38 talsins. Sambíó Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. Búið er að skipta út öllum 38 sætum salarins fyrir nýja hægindastóla sem hægt er að hita upp, ásamt því að þeir bjóða upp á fjórar nuddstillingar. Fá kvikmyndahús í heiminum hafa tekið slíka stóla í notkun en ætla má að hver og einn stóll kosti á þriðja hundrað þúsund eftir flutninginn frá Bandaríkjunum til landsins. Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, segir í samtali við Vísi að fulltrúar fyrirtækisins hafi komið auga á stólana á vörusýningu erlendis í upphafi árs. Til hafi staðið að endurnýja sætakost lúxussalarins og endingu ákveðið að velja umrædda stóla, sem Alfreð segir að séu „nýjasta nýtt“ í kvikmyndahúsafræðunum. Í erlendum kvikmyndasölum sé víða hægt að fá upphituð sæti - „en maður hafði aldrei séð nudd,“ segir Alfreð. Hver sá sem sest hefur í nuddsæti þekkir það af eigin raun að sætin kunna að gefa frá sér leiðinlegt suð þegar kveikt er á nuddstillingunni. Alfreð hefur þó ekki mikla trú á því að lágværa malið sem lúxussalssætin gefa frá sér muni trufla upplifun annarra gesta. Líklegt verði að teljast að kvikmyndin á skjánum muni yfirgnæfa hvers kyns nuddhljóð. Alfreð gerir ráð fyrir að stólarnir verði komnir í gagnið í vikunni. Hann segist sjálfur ætla að prófa sætin yfir kvikmyndinni Mortal Engines, sem skartar Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki og tekin verður til sýninga fljótlega. View this post on Instagram VIP salurinn í Sambíóunum Álfabakka hefur verið uppfærður og er kominn með ný sæti. Sætin er það allra nýjasta og flottasta sem gerist í bíóum í dag og eru þau útbúin rafdrifnum fótskemlum og hægt að halla stólbakinu, en einnig hægt er að hita þau upp og fá nudd. Eins og áður eru númeruð sæti og ekkert hlé í VIP salnum, og ótakmarkað popp og gos fylgir miðanum meðan á sýningu stendur. A post shared by Sambíóin (@sambioin) on Dec 11, 2018 at 8:07am PST
Bíó og sjónvarp Neytendur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira