„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2018 11:04 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. Þá munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu. Í tilkynningu frá WOW segir að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu uppsögn í dag fái tækifæri hjá félaginu að nýju. Er það liður í samningaviðræðum við Indigo Partners að einfalda rekstur félagsins. „Síðastliðið ár hefur reynst WOW air mjög erfitt í rekstri og unnið hefur verið markvisst að því undanfarið að snúa rekstrinum við til hins betra og fjármagna félagið. Eins og fram hefur komið er Indigo Partners að vinna með WOW air um að tryggja langtíma fjármögnun félagsins. Liður í þeirri vinnu er að einfalda rekstur WOW air og ná arðsemi á ný en félagið skilaði hagnaði árin 2015 og 2016.“ Verður flugvélum fækkað úr tuttugu í ellefu og verða eingöngu flugvélar flugvélar að gerðinni Airbus A321 og A320 í flota félagsins. „Félagið er í samningaviðræðum um skil á nokkrum flugvélum til leigusala þar með talið öllum Airbus A330 breiðþotum. Verið er að ganga frá samningi þess efnis að selja fjórar Airbus A321 flugvélar sem verða afhentar í janúar 2019 og mun bæta lausafé félagsins um 10 milljónir Bandaríkjadala.“Tilkynnt var um flug til Nýju Delí fyrir örfáum dögum síðan en síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar.WOW AIREngar breytingar verða á flugáætlun í desember og byrjun janúar. Frá janúar 2019 mun félagið fljúga samkvæmt nýrri flugáætlun. Síðasta flug frá Nýju Delí er 20. janúar og frá Los Angeles 14. janúar. WOW air mun hafa samband við þá farþega sem verða fyrir áhrifum breytinga á leiðarkerfi félagsins. „Þetta er erfiðasti dagurinn í sögu WOW air. Við erum með frábæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veruleika og það er því sorglegt að neyðast til að fara í þennan niðurskurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en staðreyndin er sú að við verðum að snúa við rekstrinum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið uppbygginguna að nýju“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW Air í tilkynningu. Eftir þessar rekstrarbreytingar munu áfram starfa hátt í þúsund manns hjá félaginu.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Mikill fjöldi missir vinnuna hjá WOW air í dag Mikill fjöldi starfsmanna WOW air missir vinnuna í dag. Þetta herma heimildir Vísis en þegar hefur fólk fengið uppsagnarbréf í hendurnar, skilað tölvum sínum og haldið til síns heima. 13. desember 2018 10:47