Sport

Brassi skorar Gunnar Nelson á á hólm: „Það væri gaman að koma höndum á hann“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elizeu Zaleski gæti lent þarna undir.
Elizeu Zaleski gæti lent þarna undir. vísir/getty
Elizeu Zaleski, 32 ára gamall Brasilíumaður, er búinn að skora Gunnar Nelson á hólm í UFC-búrinu en hann vill ólmur koma höndum sínum á íslenska bardagakappann.

Gunnar vann samlanda Zaleski, Alex Oliveira, með miklum stæl um helgina þegar að hann hengdi Brassann með uppgjafartaki eftir að blóðga hann hressilega með mögnuðu olnbogaskoti.

Sigurinn færði Gunnar upp í tólfta sæti styrkleikalistans en þar situr Zaleski í fjórtánda sæti en hann er búinn að vinna sex bardaga í röð í UFC eftir að tapa þeim fyrsta árið 2015.

Elizeu Zaleski er búinn að vinna sex bardaga í röð.vísir/getty

Vill verða meistari

„Það væri mjög spennandi að berjast við Gunnar Nelson. Hann hefur staðið sig vel í UFC og ég vil berjast vil þá bestu. Ég vil verða sá besti. Ég vil verða meistari,“ segir Zaleski í viðtali við MMA Fighting en hann er svekktur að UFC gaf honum ekki bardaga á móti fyrrverandi meistaranum Robbie Lawler síðast.

Zaleski vann síðast Luigi Vendramini í september á glæsilegan hátt en hann kláraði mótherja sinn með fljúgandi hnésparki og höggum. Í bardaganum þar á undan kláraði hann Sean Strockland með hringsparki og höggum. Alvöru sjónvarp.

Brassinn býst við því að snúa aftur í búrið í mars en Gunnar Nelson vonast einmitt til að berjast aftur á UFC-bardagakvöldinu í Lundúnum í mars.

„Ég er hér til að berjast. Ef Gunnar er klár munum við slást og fá bónus fyrir bardaga kvöldsins því að ég gef allt mitt í hvern bardaga. Ég vil verða veltivigtarmeistari og mun leggja mikið á mig til að svo verði. Það yrði gaman að gama höndum mínum á Gunnar Nelson,“ segir Elizeu Zaleski dos Santos.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×