Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. desember 2018 11:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir mikilvægt að þeir sem boðaðir séu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svari kallinu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira