Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:55 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í kröppum dansi í eigin flokki. EPA/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30