Telur „afar óviðeigandi“ að vera í gallabuxum í þingsal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 14:15 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að þingmenn klæði sig betur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar. Alþingi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði klæðaburð þingmanna að umtalsefni sínu undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna sú skylda var afnumin þingveturinn 2009 til 2013 að karlmenn sem sitja á þingi þurfi að vera með bindi. „Ég hef velt því fyrir mér hvort að slík tilslökun verði ekki til þess að þær góðu hefðir sem hér ríkja að þær verði ekki til þess að við förum að slaka á almennt í klæðnaði hér í þingsalnum. Sem mér finnst skipta mjög miklu máli en auðvitað eru skiptar skoðanir um það. Mér finnst það eðlilegt,“ sagði Ásmundur. Hann sagði svo að hann teldi þá löngu hefð sem verið hefði fyrir formlegum og snyrtilegum klæðnaði við þingstörfin illa brotna af þingmönnum. „Ég held að þessi tilmæli hér innihaldi það ekki að við klæðumst gallabuxum hér í þingsalnum sem mér finnst afar óviðeigandi. Ég legg það til svo við förum ekki öll í jólaköttinn að við tökum okkur taki og berum virðingu fyrri klæðnaði hér í þingsal,“ sagði Ásmundur. Vísi er ekki kunnugt um hvort einhver þingmaður sé í gallabuxum við þingstörfin í dag en þetta er ekki í fyrsta sinn sem gallabuxur þingmanna eru til umræðu. Þannig mætti Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í gallabuxum til þings árið 2013 en við það var gerð athugasemd og hét hún því að skipta um buxur. Daginn eftir kom Elín svo gallabuxunum til varna og sagðist vilja passa upp á það að þingmenn yrðu ekki forpokaðir. Þá kvaðst hún vilja vekja á misréttinu sem viðgengist á þinginu það er að svartar, grænar, drapplitaðar og rauðar gallabuxur væru leyfðar en ekki bláar.
Alþingi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira