Anton Sveinn setti tvö Íslandsmet í sama sundinu í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:30 Anton Sveinn McKee. Mynd/Fésbókarsíða SSÍ SH-ingurinn Anton Sveinn McKee byrjaði vel á HM í 25 metra laug í Hangzhou í Kína en hann tryggði sér sæti í milliriðli í 100 metra bringusundi í morgun. Anton Sveinn er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á mótinu og hann var í Íslandsmetaham strax í fyrsta sundi. Anton synti á þriðju braut í fimmta riðli og kom í mark á tímanum 57,57 sekúndum sem er Íslandsmet en gamla Íslandsmetið átti hann sjálfur og var það 58,66 sekúndur frá því árið 2017 í Berlín. Anton gerði gott betur því hann setti einnig Íslandsmet í 50 metra bringusundi í leiðinni því millitíminn hans í þessu 100 metra bringusundi var upp á 26,98 sekúndur. Það met átti hann ekki sjálfur því gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar en Jakob syndi 50 metra bringusund á 27,37 sekúndum fyrir níu árum síðan. Með þessu sundi synti Anton Sveinn sig inn í milliriðlana sem fara fram í hádeginu að íslenskum tíma. Anton varð tólfti í undanrásum en sextán bestu sundmennirnir úr riðlakeppninni komust inn í milliriðlana. „Anton Sveinn hefur verið í góðri framför undanfarið, eftir stutta hvíld frá sundi í kjölfar ÓL 2016 hóf hann aftur æfingar með það að markmiði að ná lengra. Aðstæður hans eru töluvert breyttar frá því hann lauk námi í Bandaríkjunum, þar sem vinnan hans kallar á töluverð ferðalög milli staða í Bandaríkjunum. Æfingaplanið hans er því sniðið að því og Anton er mjög agaður í öllum undirbúningi fyrir mót eins og HM,“ segir í frétt um Íslandsmetasund Antons á heimasíðu Sundsambands Íslands. Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
SH-ingurinn Anton Sveinn McKee byrjaði vel á HM í 25 metra laug í Hangzhou í Kína en hann tryggði sér sæti í milliriðli í 100 metra bringusundi í morgun. Anton Sveinn er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á mótinu og hann var í Íslandsmetaham strax í fyrsta sundi. Anton synti á þriðju braut í fimmta riðli og kom í mark á tímanum 57,57 sekúndum sem er Íslandsmet en gamla Íslandsmetið átti hann sjálfur og var það 58,66 sekúndur frá því árið 2017 í Berlín. Anton gerði gott betur því hann setti einnig Íslandsmet í 50 metra bringusundi í leiðinni því millitíminn hans í þessu 100 metra bringusundi var upp á 26,98 sekúndur. Það met átti hann ekki sjálfur því gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar en Jakob syndi 50 metra bringusund á 27,37 sekúndum fyrir níu árum síðan. Með þessu sundi synti Anton Sveinn sig inn í milliriðlana sem fara fram í hádeginu að íslenskum tíma. Anton varð tólfti í undanrásum en sextán bestu sundmennirnir úr riðlakeppninni komust inn í milliriðlana. „Anton Sveinn hefur verið í góðri framför undanfarið, eftir stutta hvíld frá sundi í kjölfar ÓL 2016 hóf hann aftur æfingar með það að markmiði að ná lengra. Aðstæður hans eru töluvert breyttar frá því hann lauk námi í Bandaríkjunum, þar sem vinnan hans kallar á töluverð ferðalög milli staða í Bandaríkjunum. Æfingaplanið hans er því sniðið að því og Anton er mjög agaður í öllum undirbúningi fyrir mót eins og HM,“ segir í frétt um Íslandsmetasund Antons á heimasíðu Sundsambands Íslands.
Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira