Gunnar sneri aftur með látum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 08:45 Gunnar búinn að ná góðri stöðu í annarri lotu og lét hann höggin dynja stuttu síðar. Hann lauk bardaganum á því að ná hengingartaki. fréttablaðið/getty Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira