Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Sylvía Hall skrifar 29. desember 2018 21:51 Trump segir börnin tvö sem létust í umsjá landamærayfirvalda í desember hafa verið veik fyrir. Getty/Bloomberg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59
Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39