Sport

Landsliðið í golfi er lið ársins 2018

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslendingarnir með verðlaunin
Íslendingarnir með verðlaunin Vísir/Getty
Landslið Íslands í golfi, sem vann gull á EM í Glasgow í ágúst, er lið ársins að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson skipuðu landslið Íslands sem tók þátt í fyrsta Meistaramóti Evrópu í golfi.

Birgir Leifur og Axel Bóasson fengu silfur í karlakeppninni en í keppni blandaðra liða hrepptu íslensku keppendurnir gullverðlaun.

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum og karlalið ÍBV í handbolta voru einnig tilnefnd sem lið ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×