Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. desember 2018 18:00 Jon Jones í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. Jon Jones féll á lyfjaprófi í júlí 2017 og fékk hann 15 mánaða bann. Sigurinn hans á Daniel Cormier var dæmdur ógildur en bannið kláraði Jones í nóvember á þessu ári. Þann 9. desember tók Jones lyfjapróf sem sýndi óvenjulegar niðurstöður. Agnarsmáar leyfar af steranum turinabol fundust í lyfjaprófinu en það er sama efni og fannst í lyfjaprófinu í júlí 2017. Sérfræðingar sem USADA (sem sér um lyfjamál UFC) hafði samband við telja að leyfarnar sem fundust í desember 2018 séu úr sömu inntöku og þegar Jones féll í júlí 2017. Jones verður því ekki refsað og fær að njóta vafans. USADA telur að Jones hafi ekki gert neitt rangt og að magnið sé það lítið að það sé ekki frammistöðubætandi. Þessi ákvörðun USADA hefur verið gríðarlega umdeild en síðar í vikunni hefur komið í ljós að önnur lyfjapróf Jones í ágúst og september sýndu einnig örlítið magn af steranum turinabol. Jeff Novitzky, yfirmaður hjá UFC, fór yfir málið hjá Joe Rogan í vikunni. Bardagakvöldið átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en eftir að lyfjaprófið kom upp tilkynnti UFC að bardagakvöldið yrði fært frá Las Vegas til Los Angeles í Kaliforníu. Íþróttasambandið í Nevada (NAC) vildi hafa opinbera yfirheyrslu til að gæta gagnsæis. NAC gat hins vegar ekki tekið málið fyrir svo skömmu fyrir bardagakvöldið og þarf Jones að mæta fyrir nefndina í janúar. Bardaginn fer því fram í Kaliforníu þar sem CSAC (íþróttsamband Kaliforníu ríkis) mun hafa yfirumsjón yfir bardagakvöldinu. CSAC hefur verið með mál Jon Jones hjá sér frá því hann féll á lyfjaprófi í Kaliforníu í júlí 2017. Með aðeins sex daga fyrirvara var bardagakvöldið því fært á milli fylkja sem hefur einnig verið gríðarlega umdeilt. Þúsundir aðdáenda höfðu pantað flug til Las Vegas og gistingu þar til að horfa á bardagakvöldið. Aðdáendur þurftu hins vegar að breyta sínum plönum og koma sér til Los Angeles til að horfa á bardagakvöldið. Miðarnir fengust endurgreiddir og var ný miðasala sett af stað á miðvikudaginn. Nánast er uppselt á bardagakvöldið í Los Angeles en UFC reiknar með að tapa fimm milljónum dollara bara á miðasölu við það að færa bardagakvöldið. Aðrir bardagamenn á kvöldinu voru einnig ósáttir við færslu bardagakvöldsins. Í Kaliforníu eru hærri tekjuskattar en í Nevada og þurfa bardagamenn einnig að útvega ný og ítarlegri gögn fyrir læknisskoðun fyrir íþróttasambandið í Kaliforníu sem kostar skildinginn. Bardagamenn eru því að fá minna í vasann við færsluna en þeir hefðu upphaflega gert og mun UFC ekki koma til móts við þá. Frábærir bardagar gleymastCyborg og Nunes í vigtuninni í gær.Vísir/GettyEftir margar gríðarlega umdeildar ákvarðanir hjá UFC hafa bardagarnir sjálfir dálítið gleymst og fallið í skuggann á umræðu um einhver lyfjapróf. Eftir standa samt nokkrir frábærir bardagar. Aðalbardaginn er bardagi sem beðið hefur verið eftir í fimm ár. Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson á UFC 165 í september 2013. Bardaginn var hnífjafn og sigraði Jones eftir dómaraákvörðun en margir eru á því að Gustafsson hafi átt að vinna. UFC reyndi að setja bardagann aftur á dagskrá en tókst ekki fyrr en nú. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra Jon Jones í búrinu. Svíinn hefur oft á tíðum sýnt magnaða takta í búrinu en ekki enn tekist að vinna þá allra bestu. Hans bestu bardagar eru töp gegn Jones og svo Daniel Cormier – hnífjafnar orustur þar sem Gustafsson tapaði naumlega. Nú er stóra spurningin hvort Gustafsson hafi bætt sig nógu mikið á þessum fimm árum til að ná að vinna Jon Jones. Sjálfur hefur Gustafsson ekki beint verið iðinn við kolann en hann barðist síðast í maí 2017 þar sem hann sýndi mögnuð tilþrif gegn Glover Teixeira. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins fáum við sannkallaðan ofurbardaga – meistara gegn meistara. Cris ‘Cyborg’ Justino er fjaðurvigtarmeistari kvenna og Amanda Nunes er bantamvigtarmeistari kvenna en þær munu mætast í meistaraslag í fjaðurvigt. Nunes fer því upp um þyngdarflokk og freistar þess að ná öðru belti. Þetta er einn besti kvennabardagi sem UFC getur sett saman en báðar eru höggþungar, harðar og gefa ekkert eftir. Cyborg er þó mun stærri og kannski mun Nunes sjá að það er ástæða fyrir því að það eru þyngdarflokkar í MMA. UFC 232 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 3. MMA Tengdar fréttir Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. Jon Jones féll á lyfjaprófi í júlí 2017 og fékk hann 15 mánaða bann. Sigurinn hans á Daniel Cormier var dæmdur ógildur en bannið kláraði Jones í nóvember á þessu ári. Þann 9. desember tók Jones lyfjapróf sem sýndi óvenjulegar niðurstöður. Agnarsmáar leyfar af steranum turinabol fundust í lyfjaprófinu en það er sama efni og fannst í lyfjaprófinu í júlí 2017. Sérfræðingar sem USADA (sem sér um lyfjamál UFC) hafði samband við telja að leyfarnar sem fundust í desember 2018 séu úr sömu inntöku og þegar Jones féll í júlí 2017. Jones verður því ekki refsað og fær að njóta vafans. USADA telur að Jones hafi ekki gert neitt rangt og að magnið sé það lítið að það sé ekki frammistöðubætandi. Þessi ákvörðun USADA hefur verið gríðarlega umdeild en síðar í vikunni hefur komið í ljós að önnur lyfjapróf Jones í ágúst og september sýndu einnig örlítið magn af steranum turinabol. Jeff Novitzky, yfirmaður hjá UFC, fór yfir málið hjá Joe Rogan í vikunni. Bardagakvöldið átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en eftir að lyfjaprófið kom upp tilkynnti UFC að bardagakvöldið yrði fært frá Las Vegas til Los Angeles í Kaliforníu. Íþróttasambandið í Nevada (NAC) vildi hafa opinbera yfirheyrslu til að gæta gagnsæis. NAC gat hins vegar ekki tekið málið fyrir svo skömmu fyrir bardagakvöldið og þarf Jones að mæta fyrir nefndina í janúar. Bardaginn fer því fram í Kaliforníu þar sem CSAC (íþróttsamband Kaliforníu ríkis) mun hafa yfirumsjón yfir bardagakvöldinu. CSAC hefur verið með mál Jon Jones hjá sér frá því hann féll á lyfjaprófi í Kaliforníu í júlí 2017. Með aðeins sex daga fyrirvara var bardagakvöldið því fært á milli fylkja sem hefur einnig verið gríðarlega umdeilt. Þúsundir aðdáenda höfðu pantað flug til Las Vegas og gistingu þar til að horfa á bardagakvöldið. Aðdáendur þurftu hins vegar að breyta sínum plönum og koma sér til Los Angeles til að horfa á bardagakvöldið. Miðarnir fengust endurgreiddir og var ný miðasala sett af stað á miðvikudaginn. Nánast er uppselt á bardagakvöldið í Los Angeles en UFC reiknar með að tapa fimm milljónum dollara bara á miðasölu við það að færa bardagakvöldið. Aðrir bardagamenn á kvöldinu voru einnig ósáttir við færslu bardagakvöldsins. Í Kaliforníu eru hærri tekjuskattar en í Nevada og þurfa bardagamenn einnig að útvega ný og ítarlegri gögn fyrir læknisskoðun fyrir íþróttasambandið í Kaliforníu sem kostar skildinginn. Bardagamenn eru því að fá minna í vasann við færsluna en þeir hefðu upphaflega gert og mun UFC ekki koma til móts við þá. Frábærir bardagar gleymastCyborg og Nunes í vigtuninni í gær.Vísir/GettyEftir margar gríðarlega umdeildar ákvarðanir hjá UFC hafa bardagarnir sjálfir dálítið gleymst og fallið í skuggann á umræðu um einhver lyfjapróf. Eftir standa samt nokkrir frábærir bardagar. Aðalbardaginn er bardagi sem beðið hefur verið eftir í fimm ár. Jon Jones sigraði Alexander Gustafsson á UFC 165 í september 2013. Bardaginn var hnífjafn og sigraði Jones eftir dómaraákvörðun en margir eru á því að Gustafsson hafi átt að vinna. UFC reyndi að setja bardagann aftur á dagskrá en tókst ekki fyrr en nú. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra Jon Jones í búrinu. Svíinn hefur oft á tíðum sýnt magnaða takta í búrinu en ekki enn tekist að vinna þá allra bestu. Hans bestu bardagar eru töp gegn Jones og svo Daniel Cormier – hnífjafnar orustur þar sem Gustafsson tapaði naumlega. Nú er stóra spurningin hvort Gustafsson hafi bætt sig nógu mikið á þessum fimm árum til að ná að vinna Jon Jones. Sjálfur hefur Gustafsson ekki beint verið iðinn við kolann en hann barðist síðast í maí 2017 þar sem hann sýndi mögnuð tilþrif gegn Glover Teixeira. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins fáum við sannkallaðan ofurbardaga – meistara gegn meistara. Cris ‘Cyborg’ Justino er fjaðurvigtarmeistari kvenna og Amanda Nunes er bantamvigtarmeistari kvenna en þær munu mætast í meistaraslag í fjaðurvigt. Nunes fer því upp um þyngdarflokk og freistar þess að ná öðru belti. Þetta er einn besti kvennabardagi sem UFC getur sett saman en báðar eru höggþungar, harðar og gefa ekkert eftir. Cyborg er þó mun stærri og kannski mun Nunes sjá að það er ástæða fyrir því að það eru þyngdarflokkar í MMA. UFC 232 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 3.
MMA Tengdar fréttir Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00