Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Jónas Már Torfason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. VÍSIR/JÓI K. Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir. Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir.
Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira