Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Jónas Már Torfason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. VÍSIR/JÓI K. Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir. Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Rannsókn á tildrögum bílslyssins við Núpsvötn á fimmtudaginn, þegar bíll með sjö farþega steyptist fram af brú með þeim afleiðingum að þrír létust, er í fullum gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gær. Þá er hafin bíltæknirannsókn á Land Cruiser-bílaleigubílnum sem fólkið var í en sú rannsókn mun leiða í ljós hvort einhvers konar bilun hafi átt þátt í eða valdið slysinu. Í bílnum voru fjölskyldur tveggja breskra bræðra en þeir voru á ferðalagi um landið. Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. Barnið sem lést var ekki í barnabílstól þegar slysið varð. Er það meðal þess sem rannsóknarnefndin tekur sérstaklega til skoðunar, ásamt því hvaða öryggisbúnaður var eða var ekki notaður í bílnum. Breskir fjölmiðlar greindu frá nöfnum þeirra sem létust í slysinu. Annars vegar Rajshree Laturia og hins vegar mágkona hennar, Kushboo Laturia. Rajshree og eiginmaður hennar eru áhrifamikil í bresku viðskiptalífi. Búið er að lesa af aksturstölvu bílsins en það er hluti af því að afla upplýsinga til að reikna út hraða bílsins þegar slysið var. Þá var jafnframt tekinn hluti af brúarhandriðinu og fluttur á Selfoss til frekari rannsókna. Þá liggja einnig fyrir niðurstöður úr rannsókn á blóðsýni úr ökumanni, en það er jafnan gert í alvarlegri slysum. Niðurstaðan staðfestir að ökumaðurinn var ekki ölvaður við akstur. Réttarkrufning fer fram á líkum hinna látnu eftir áramót, og verið er að afla upplýsinga hjá þeim vitnum sem hafa gefið sig fram. Einnig liggur fyrir að taka skýrslu af ökumanni og farþegum þegar ástand þeirra leyfir.
Banaslys við Núpsvötn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira