Litla stúlkan sem lést var ekki í bílstól Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. desember 2018 14:34 Brúin yfir Núpsvötn þar sem bíllinn fór fram af í gærmorgun. vísir/jói k. Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Litla stúlkan sem lést í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær var ekki í bílstól. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir erfitt að fullyrða um það hversu miklu bílstóll hefði getað bjargað en bílstólar veiti börnum gríðarlega mikla vörn. Stúlkan var aðeins ellefu mánaða gömul, fædd í janúar á þessu ári, en auk hennar létust tvær konur í slysinu, eiginkonur tveggja bræðra sem lifðu slysið af og voru fluttir alvarlega slasaðir á slysadeild Landspítalans. Þá slösuðust tvö börn, sjö og níu ára, einnig alvarlega. Annar bræðranna náði að hringja á Neyðarlínuna og tilkynna um slysið. Sveinn Kristján segir að það sé alltaf þess virði að nota bílstólana. „Bílstólar veita börnum gríðarlega mikla vörn, miklu meira heldur en bílbeltin gera. Þannig að það er alltaf þess virði að nota bílstólana og þeir eru til þess gerðir, þeir eru náttúrulega ákveðið búr fyrir barnið og verja fyrir hliðarhöggum og annað. Það er ómögulegt að segja í þessu tilfelli hvað það hefði gert en það hefði klárlega ekki spillt,“ segir Sveinn Kristján. Aðspurður hvort lögreglan hafi kannað hvers vegna stúlkan var ekki í bílstól segir hann svo ekki vera þar sem enn sé ekki búið að taka skýrslur af þeim sem lifðu slysið af. „Þar til það er ekki klárt þá höfum við í sjálfu sér ekki skýringar á því,“ segir Sveinn.Frá vettvangi slyssins.Mynd/AðgerðastjórnOf algengt að fólk noti ekki bílbelti og/eða bílstóla Hann segir mjög afgerandi reglur hér á landi varðandi það að börn eigi að vera í bílstólum. „Svo er það nú bara þannig að það er misjafn siður í hverju landi fyrir sig og misjafnar reglur og því miður þá er ekki í öllum löndum þessi skylda, hvorki bílbelta- né bílstólaskylda algjör þannig að maður geti aldrei „garanterað“ það að fólk sé vant þessu eða vant að nota þennan búnað og átti sig á skyldunni þegar fólk kemur frá framandi landi jafnvel. En allir ættu að vita að þetta er bráðnauðsynlegt og lífsnauðsynlegt.“ Sveinn segir lögregluna því miður verða alltof oft vara við það að fólk sé ekki að nota bílbelti og/eða bílstóla. Þessu sé sérstaklega ábótavant hjá ferðamönnum sem koma frá Asíu. Spurður út í það hvort aðrir farþegar í bílnum hafi verið í bílbeltum segir Sveinn ekki hægt að staðfesta það fyrr en búið sé að ljúka bílrannsókn sem og taka skýrslur af þeim sem lifðu. Sveinn segir líðan bræðranna og barnanna sem liggja á sjúkrahúsi eftir atvikum. Það verði að koma í ljós hvort teknar verði skýrslur af þeim í dag. „Við gefum þeim svigrúm til að draga andann og átta sig á því sem gerst hefur en við munum taka skýrslur af þeim um leið og mögulegt er,“ segir Sveinn.Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39 Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24 Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Bróðir mannanna frávita af sorg Segir litla frænku sína hafa farist í slysinu. 28. desember 2018 09:39
Stúlkan sem lést ekki orðin eins árs Tilkynning frá lögreglunni á Suðurlandi vegna banaslyssins við Núpsvötn. 28. desember 2018 11:24
Gefa út flýtiáritun fyrir ættingja sem koma frá Indlandi Utanríkisráðuneytið og þar til bærar stofnanir munu gefa út flýtiáritun fyrir bróður og fjóra aðra ættingja mannanna tveggja sem voru í umferðarslysinu við Núpsvötn í gær. 28. desember 2018 12:29