Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2018 13:06 Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð Ófærðar var sýndur á miðvikudag, annan dag jóla. RÚV Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. Nokkuð bar á athugasemdum áhorfenda þegar fyrsti þátturinn var sýndur að kvöldi miðvikudags. Notendur á Twitter, sem flestir á fyrri hluta ævi sinnar ef svo má segja, fylgjast vel með þættinum undir merkinu #Ófærð. Þar voru fjölmargar athugasemdir gerðar. Þá hefur eldri kynslóðin látið í sér heyra á Facebookog í bloggfærslum.Vill einhver útskýra fyrir mér Ófærð? Ég heyrði ekki helminginn af því sem sagt var og náði því ekki hver er mágur bróður hinnar systurinnar.— Ólöf Snæhólm (@OlofSnaeholm) December 26, 2018 Þökkum fyrir að textavarpið og síða 888 er þrátt fyrir allt ennþá til staðar #íslenskamuldrið #ófærð— theloa (@inannaisdead) December 26, 2018 Allt í botni á Vol, heyrnin, tækið eða ófærð í upptöku.... #ófærð2— Björn Jóhann Björnss (@BJBjorns) December 26, 2018 30 sek búnar og ég þrái ekkert heitar en að geta valið subtitles #ofærð— Eisi Kristjánss (@EidurKristjanss) December 26, 2018 @ruv nennið þið að vinsamlegast að hljóðblanda þetta almennilega fyrir sjónvarp? #hvarertextinn #ofærð— Óskar Ómarsson (@oskarom) December 26, 2018 Er þetta íslenska sem fólkið er að tala? #ófærð #skiliggineitt— Lára Ingþórsdóttir (@laraingtors) December 26, 2018 Það hefði verið gaman að fá hljóðnemana með til Siglufjarðar. Skilst eða heyrist ekkert. Lofar þó góðu! #ófærð— Daníel Hjartarson (@DHjartarson) December 26, 2018 Það þarf að vinna í því að gera íslenska sjónvarpsleikara skýrmæltari eða texta allt draslið #ófærð— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) December 26, 2018 „Við sannreyndum hljóðið vel og vandlega fyrir og eftir útsendingu, bæði hljóðblöndun og útsendingarstyrk og fundum ekkert athugavert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið. Borið hefur á því að kvartað sé vegna hljóðs í leiknu íslensku efni. Skarphéðinn segir að undantekningarlaust berist athugasemdir vegna hljóðs. Samtöl heyrist ekki eða skiljist ekki. Hann minnir á síðu 888 á textavarpinu þar sem íslenskan texta sé að finna. Virðast margir hafa nýtt sér textann. Hann segir sem svo virðist sme fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Vandamálið sé þekkt á Norðurlöndunum þar sem sömu athugasemdir séu gerðar. „DR hefur staðfest við okkur að þeir fái reglulega kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu þáttaröðunum og þeirra skýring er að danskir áhorfendur séu einfaldlega óvanir því að horfa á leikið efni án texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skiljast,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.Hljóð í sjónvarpi og afruglara hækkað í botn, samt þarf að hafa sig alla við til að greina orðaskil. Er ekki hægt að búa til íslenskt sjónvarpsefni með skiljanlegu hljóði? #ofaerd #ófærð— Anna Lilja Thoris. (@AnnaLilja) December 26, 2018 Takk rúv fyrir að texta allt íslenskt efni á appinu ég ykkur #ófærð pic.twitter.com/bynf7FMRHo— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) December 26, 2018 Var að fá mér heyrnatæki! Horfði á Ófærð og hringdi daginn eftir í fyrirtækið sem seldi mér tækin og var með dólg! Úbs! #ófærð— Petur Richter (@pricc) December 28, 2018 Fer engin í nám erlendis í hljóðblöndun eða er þetta bara svona sér íslenskt trademark að heyra ekki mælt mál? #ófærð— Eiríkur Rúnarsson (@EirikurMar) December 27, 2018 Ég er svo þakklát fyrir íslenska textavarpið í #Ófærð. Annars myndi ég skilja ekki neitt orð nema kannski "sæll" og "bless". Guð hvað sumir Íslendingar tala mjög óskýrt. (Íslenska er ekki móðurmál mitt.) #Ófærð2— AER (@mittnotendanafn) December 26, 2018 Hljóðvinnslan er allavega ekkert betri í ófærð 2 en í fyrstu þáttaröðinni #ofærð— Minna Susanna (@minnasus) December 26, 2018 Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. Nokkuð bar á athugasemdum áhorfenda þegar fyrsti þátturinn var sýndur að kvöldi miðvikudags. Notendur á Twitter, sem flestir á fyrri hluta ævi sinnar ef svo má segja, fylgjast vel með þættinum undir merkinu #Ófærð. Þar voru fjölmargar athugasemdir gerðar. Þá hefur eldri kynslóðin látið í sér heyra á Facebookog í bloggfærslum.Vill einhver útskýra fyrir mér Ófærð? Ég heyrði ekki helminginn af því sem sagt var og náði því ekki hver er mágur bróður hinnar systurinnar.— Ólöf Snæhólm (@OlofSnaeholm) December 26, 2018 Þökkum fyrir að textavarpið og síða 888 er þrátt fyrir allt ennþá til staðar #íslenskamuldrið #ófærð— theloa (@inannaisdead) December 26, 2018 Allt í botni á Vol, heyrnin, tækið eða ófærð í upptöku.... #ófærð2— Björn Jóhann Björnss (@BJBjorns) December 26, 2018 30 sek búnar og ég þrái ekkert heitar en að geta valið subtitles #ofærð— Eisi Kristjánss (@EidurKristjanss) December 26, 2018 @ruv nennið þið að vinsamlegast að hljóðblanda þetta almennilega fyrir sjónvarp? #hvarertextinn #ofærð— Óskar Ómarsson (@oskarom) December 26, 2018 Er þetta íslenska sem fólkið er að tala? #ófærð #skiliggineitt— Lára Ingþórsdóttir (@laraingtors) December 26, 2018 Það hefði verið gaman að fá hljóðnemana með til Siglufjarðar. Skilst eða heyrist ekkert. Lofar þó góðu! #ófærð— Daníel Hjartarson (@DHjartarson) December 26, 2018 Það þarf að vinna í því að gera íslenska sjónvarpsleikara skýrmæltari eða texta allt draslið #ófærð— Sólrún Sesselja (@solrunsesselja) December 26, 2018 „Við sannreyndum hljóðið vel og vandlega fyrir og eftir útsendingu, bæði hljóðblöndun og útsendingarstyrk og fundum ekkert athugavert. Með öðrum orðum þá er allt eins og það á að vera,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið. Borið hefur á því að kvartað sé vegna hljóðs í leiknu íslensku efni. Skarphéðinn segir að undantekningarlaust berist athugasemdir vegna hljóðs. Samtöl heyrist ekki eða skiljist ekki. Hann minnir á síðu 888 á textavarpinu þar sem íslenskan texta sé að finna. Virðast margir hafa nýtt sér textann. Hann segir sem svo virðist sme fólk eigi erfiðara með að horfa á og skilja leikið efni án texta. Vandamálið sé þekkt á Norðurlöndunum þar sem sömu athugasemdir séu gerðar. „DR hefur staðfest við okkur að þeir fái reglulega kvartanir yfir þessu í dönsku leiknu þáttaröðunum og þeirra skýring er að danskir áhorfendur séu einfaldlega óvanir því að horfa á leikið efni án texta, jafnvel þótt það sé á dönsku og eigi þar með að skiljast,“ segir Skarphéðinn í samtali við Morgunblaðið.Hljóð í sjónvarpi og afruglara hækkað í botn, samt þarf að hafa sig alla við til að greina orðaskil. Er ekki hægt að búa til íslenskt sjónvarpsefni með skiljanlegu hljóði? #ofaerd #ófærð— Anna Lilja Thoris. (@AnnaLilja) December 26, 2018 Takk rúv fyrir að texta allt íslenskt efni á appinu ég ykkur #ófærð pic.twitter.com/bynf7FMRHo— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) December 26, 2018 Var að fá mér heyrnatæki! Horfði á Ófærð og hringdi daginn eftir í fyrirtækið sem seldi mér tækin og var með dólg! Úbs! #ófærð— Petur Richter (@pricc) December 28, 2018 Fer engin í nám erlendis í hljóðblöndun eða er þetta bara svona sér íslenskt trademark að heyra ekki mælt mál? #ófærð— Eiríkur Rúnarsson (@EirikurMar) December 27, 2018 Ég er svo þakklát fyrir íslenska textavarpið í #Ófærð. Annars myndi ég skilja ekki neitt orð nema kannski "sæll" og "bless". Guð hvað sumir Íslendingar tala mjög óskýrt. (Íslenska er ekki móðurmál mitt.) #Ófærð2— AER (@mittnotendanafn) December 26, 2018 Hljóðvinnslan er allavega ekkert betri í ófærð 2 en í fyrstu þáttaröðinni #ofærð— Minna Susanna (@minnasus) December 26, 2018
Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33