Lífið

Djákninn við Bergstaðastræti selur fúnkísslotið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingi og Birgir hafa komið sér vel fyrir.
Ingi og Birgir hafa komið sér vel fyrir.
Inga Bryndís Jónsdóttir, djákni, og eiginmaður hennar Birgir Arnarson hafa sett einstaklega fallegt einbýlishús sitt við Bergstaðastræti á sölu.

Inga bauð áhorfendur Stöðvar 2 í heimsókn heim  til sín árið 2017 þegar Sindri Sindrason skellti sér til hennar.

Inga hefur búið í virkilega fallegu og rómantísku einbýlishúsi á Bergstaðastrætinu ásamt eiginmanni, tveimur börnum og einum tengdasyni. Húsið var byggt upp í kringum 1930 í svokölluðum fúnkís stíl en hjónin eyddu tveimur árum í að gera það upp alveg frá a-ö.

Inga rekur verslunina Magnolia-Design við Skólavörðustíg sem sérhæfir sig í Skandínavískri hönnun og fegurð. Hún á búðina ásamt vinkonu sinni Kristínu.

Um er að ræða 290 fermetra einbýlishús í 101 Reykjavík. Alls eru 6 svefnherbergi og fimm baðherbergi í húsinu sem er á þremur hæðum. 

Í kjallara hússins er aukaíbúð með tveimur svefnherbergjum, fataherbergi, stofu, eldhúskrók og tveimur baðherbergjum.

Húsið er allt nýlega endurnýjað á mjög vandaðan og smekklegan máta, bæði að innan sem utan.

Húsið var byggt árið 1933 en fasteignamat eignarinnar er 138,5 milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af Bergstaðastræti 86.

 

Stórglæsileg eign með bakgarði upp á 10.
Mjög opin og björt borðstofa.
Skemmtileg setustofa með arinn.
Pottur í garðinum. Að sjálfsögðu.
Hjónaherbergið minnir á svítu á hóteli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×