Slysið setur meiri þrýsting á nýja brú á svæðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. desember 2018 19:48 Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni. Vísir Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan. Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Brúin Súla við Núpsvötn þar sem slysið varð í dag er ein hættulegasta einbreiða brú landsins en þar hafa frá árinu 2000 orðið alls 14 slys þar af tvö alvarleg. Guðmundur Valur Guðmundsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir að slysið í dag þrýsti á framkvæmdir við Súlu sem fyrst. „Þetta slys eykur enn þrýsting á að framkvæmdum á þessu svæði verði flýtt. Vegagerðin hefur lagt áherslu á að hraða þeim vegna aukinnar umferðar og lengdar á brúnni. Það má segja að hún hafi verið flöskuháls í vegakerfinu.“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir að fjöldi ferðamanna á svæðinu hafi aukist gríðarlega síðustu ár og slysum fjölgað samhliða því. „Það er sérstaklega aukin umferð á brúnni en hún hefur þrefaldast á svæðinu síðustu 4-5 ár. Nú fara þarna um 1200 bílar á dag. Hins vegar hafa flest slysin á brúnni verið umferðaróhöpp en ekki alvarleg slys eins og í dag. Hann segir í samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að einbreiðum brúm á þjóðvegum landsins sem hafa meiri umferð en 200 ökutæki á sólarhring að meðaltali verði útrýmt. „Þarna er um að ræða langa brú með útskotum, en hún er næst lengsta brúin í vegakerfinu í dag. Þá eru hún óvenjuleg að því leiti að það eru tvö útskot á henni sem óvanir geta átt erfitt með að átta sig á hvernig nota skal. Einbreiðar brýr geta boðið uppá slysahættu og því er markmið samgönguáætlunar að útrýma þeim,“ segir Guðmundur Valur að lokum. Fjallað var um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sem sjá má hér að neðan.
Banaslys við Núpsvötn Umferðaröryggi Tengdar fréttir „Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. 27. desember 2018 12:13
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42
Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir um tíu til fimmtán brýr hér á landi ekki uppfylla öryggiskröfur. 27. desember 2018 17:56