Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Sylvía Hall skrifar 27. desember 2018 17:56 Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng. Aðgerðastjórn Um tíu til fimmtán brýr eru með ófullnægjandi vegrið hér á landi og brúin yfir Núpsvötn er með þeim verri. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Ólafs er margt ábótavant við brúna yfir Núpsvötn þar sem þrír létust í banaslysi í dag þegar bíll fór út af brúnni. Vegriðin uppfylli ekki öryggiskröfur, stálnet sem lagt var yfir gamalt trégólf brúarinnar verði hált í vætu og þá sé brúin einbreið sem geri aðstæður erfiðari. Ólafur segir merkingar við brúna ekki góðar, það vanti hluta af merkingum og merki um hraðalækkanir séu ekki til staðar. Þá sé ekki varað við því að brúin geti verið hál í bleytu og frosti. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár en í sumar rákust tveir bílar saman á leið sinni yfir brúnna.Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017.Google Maps/Joseph MSlæm vegrið tifandi tímasprengja Ólafur segir eldri vegrið og brúarhandrið hér á landi ekki gerð samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum. Til séu öryggisstaðlar yfir brúarhandrið sem nefnast H1 til H4 sem er sá öflugasti en fátt kemst í gegnum brúarhandrið með þann staðal. Hann segir fleiri stórar brýr uppfylla illa öryggiskröfur og nefnir Þjórsárbrú, Ölfusársbrú, Borgarfjarðarbrú og Jökulsárnar sem dæmi. „Allar þessar brýr sem ég nefndi áðan eru ekki með H1 upp í H4. Allar nýjar brýr sem hafa verið gerðar síðustu 5-6 árin eru með H2 yfirleitt, ég get nefnt þar Reykjadalsá og nýju brúna yfir Múlakvísl, hún er með alvöru brúarhandriðum,“ segir Ólafur. „Hornið sem bíllinn er að lenda á á vegriðinu er ekki mikið þannig það er alveg ljóst að þetta heldur ekki, ef þetta hefði verið stærri bíll eins og rúta hefði hann líka farið í gegn og sama á við um Þjórsárbrúna og Ölfusárbrúna og þessar stóru brýr okkar,“ segir Ólafur sem líkir slæmum aðbúnaði brúa hér á landi við tifandi tímasprengju með aukinni ferðamennsku hér á landi.Frá vettvangi slyssins í morgun.Adolf Ingi Erlingsson„Við erum búin að vita þetta“ Ólafur segir það ekkert launungarmál að öryggi brúa sé ábótavant hér á landi og við séum að horfast í augu við afleiðingarnar núna. „Við erum búin að vita þetta og það er búið að tala um þetta í nokkur ár að þetta sé ekki í lagi og við verðum að taka okkur tak og skipta um handrið á þessum stóru brúm sem við megum ekki missa bíla fram af.“ Þá segir Ólafur Vegagerðina hafa reynt að bæta ástandið undanfarin ár þrátt fyrir lítið fjármagn en betur má ef duga skal. „Það þarf bara að fara í stórátak og vinna þetta markvisst. Við vitum núna hvaða staðir þetta eru og við vitum hvaða brýr þetta eru sem eru með þessum veikleika. Þá er ekkert um annað að gera en að einhenda sér það að laga þetta. Það tekur ekki langan tíma, jú það kostar eitthvað af peningum en sjáið þið afleiðingarnar núna,“ segir Ólafur og segir slys af þessu tagi geta haft vond áhrif á ferðamennsku, svo ekki sé minnst á hversu hræðilegt það sé að gestir landsins séu að láta lífið. „Þau koma hér til að njóta jólanna en þetta endar með einhverjum mesta harmleik sem hægt er að hugsa sér.“Viðtalið við Ólaf Guðmundsson má heyra í spilaranum hér að neðan. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Um tíu til fimmtán brýr eru með ófullnægjandi vegrið hér á landi og brúin yfir Núpsvötn er með þeim verri. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Ólafs er margt ábótavant við brúna yfir Núpsvötn þar sem þrír létust í banaslysi í dag þegar bíll fór út af brúnni. Vegriðin uppfylli ekki öryggiskröfur, stálnet sem lagt var yfir gamalt trégólf brúarinnar verði hált í vætu og þá sé brúin einbreið sem geri aðstæður erfiðari. Ólafur segir merkingar við brúna ekki góðar, það vanti hluta af merkingum og merki um hraðalækkanir séu ekki til staðar. Þá sé ekki varað við því að brúin geti verið hál í bleytu og frosti. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár en í sumar rákust tveir bílar saman á leið sinni yfir brúnna.Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017.Google Maps/Joseph MSlæm vegrið tifandi tímasprengja Ólafur segir eldri vegrið og brúarhandrið hér á landi ekki gerð samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum. Til séu öryggisstaðlar yfir brúarhandrið sem nefnast H1 til H4 sem er sá öflugasti en fátt kemst í gegnum brúarhandrið með þann staðal. Hann segir fleiri stórar brýr uppfylla illa öryggiskröfur og nefnir Þjórsárbrú, Ölfusársbrú, Borgarfjarðarbrú og Jökulsárnar sem dæmi. „Allar þessar brýr sem ég nefndi áðan eru ekki með H1 upp í H4. Allar nýjar brýr sem hafa verið gerðar síðustu 5-6 árin eru með H2 yfirleitt, ég get nefnt þar Reykjadalsá og nýju brúna yfir Múlakvísl, hún er með alvöru brúarhandriðum,“ segir Ólafur. „Hornið sem bíllinn er að lenda á á vegriðinu er ekki mikið þannig það er alveg ljóst að þetta heldur ekki, ef þetta hefði verið stærri bíll eins og rúta hefði hann líka farið í gegn og sama á við um Þjórsárbrúna og Ölfusárbrúna og þessar stóru brýr okkar,“ segir Ólafur sem líkir slæmum aðbúnaði brúa hér á landi við tifandi tímasprengju með aukinni ferðamennsku hér á landi.Frá vettvangi slyssins í morgun.Adolf Ingi Erlingsson„Við erum búin að vita þetta“ Ólafur segir það ekkert launungarmál að öryggi brúa sé ábótavant hér á landi og við séum að horfast í augu við afleiðingarnar núna. „Við erum búin að vita þetta og það er búið að tala um þetta í nokkur ár að þetta sé ekki í lagi og við verðum að taka okkur tak og skipta um handrið á þessum stóru brúm sem við megum ekki missa bíla fram af.“ Þá segir Ólafur Vegagerðina hafa reynt að bæta ástandið undanfarin ár þrátt fyrir lítið fjármagn en betur má ef duga skal. „Það þarf bara að fara í stórátak og vinna þetta markvisst. Við vitum núna hvaða staðir þetta eru og við vitum hvaða brýr þetta eru sem eru með þessum veikleika. Þá er ekkert um annað að gera en að einhenda sér það að laga þetta. Það tekur ekki langan tíma, jú það kostar eitthvað af peningum en sjáið þið afleiðingarnar núna,“ segir Ólafur og segir slys af þessu tagi geta haft vond áhrif á ferðamennsku, svo ekki sé minnst á hversu hræðilegt það sé að gestir landsins séu að láta lífið. „Þau koma hér til að njóta jólanna en þetta endar með einhverjum mesta harmleik sem hægt er að hugsa sér.“Viðtalið við Ólaf Guðmundsson má heyra í spilaranum hér að neðan.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent