Mest lesnu íþróttafréttir ársins 2018: Olnbogar Gunnars, veðrið í Eyjum og Íslendingar sem mega fokka sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. desember 2018 06:00 Þessi vöktu hvað mesta athygli á árinu. samsett mynd/hjalti Fréttir af strákunum okkar á HM 2018 í fótbolta, endurkomu Gunnars Nelson í búrið í Toronto, íslensku Crossfit-drottningunum og stórt en gamalt mál í kringum íslenska kvennalandsliðið vöktu mesta athygli á íþróttavef Vísis á árinu 2018. Gunnar Nelson er alltaf vinsæll og sérstaklega þegar að hann vinnur. Íslenski bardagakappinn sneri aftur í búrið með stæl og lagði brasilíska kúrekann Alex Oliveira með stæl í Toronto en fréttir í kringum bardagann voru vinsælar hjá lesendum Vísis. Strákarnir okkar náðu ekki markmiðum sínum á HM 2018 í fótbolta en gerðu frækið 1-1 jafntefli við Argentínu þar sem að Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Frétt í tengslum við þá stund er að sjálfsögðu á meðal tíu vinsælustu frétta ársins. Crossfit er orðið afar vinsælt á Íslandi og eru íslensku stjörnurnar stórar á heimsvísu. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru báðar á topp tíu listanum þetta árið yfir mest lesnu fréttirnar. Þá laumast á topp tíu listann árið 2018 frétt af veðrinu í Vestmannaeyjum þökk sé áhugasömum Brasilíumönnum og mögulega grófasta brot ársins í íslenskum íþróttum þar sem að gulldrengurinn úr Hafnarfirði, Gísli Þorgeir Kristjánsson, var tekinn illa í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.Gunnar Nelson var á toppnum og Þóra B. í öðru sæti.vísir/getty/vilhelm1.Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Gunnar Nelson tapaði óvænt fyrir argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio sumarið 2017 og þurfti sárlega á sigri að halda þegar að hann gat loks aftur snúið til baka í búrið eftir að glíma við erfið meiðsli. Íslenski bardagakappinn fór létt með að pakka saman brasilíska kúrekanum Alex Olivera með svakalegu olnbogahöggi en Gunnar kláraði svo bardagann með uppgjafartaki og hefur nú klárað flesta bardaga allra á slíkan hátt í sögu veltivigtar UFC. Gunnar var ósáttur með olnbogahögg Oliveira aftan í hnakkann á sér í byrjun bardagans sem eru stórhættuleg og ólögleg. Dómarinn gerði ekkert í málunum en höggin tóku Gunnar úr sambandi og þurfti hann að berjast fyrir lífi sínu í fyrstu lotu.2.Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra B. Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig fram á ráðstefnu um jafnfrétti í íþróttum í ágúst og fór þar ófögrum orðum um Þórð Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þóra sagði að Þórður hefði á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þóra nefndi Þórð ekki á nafn en augljóst er að um hann er að ræða. Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að hópefli leikmanna á sínum tíma hefði orðið til þess að hann þurfti að hætta en tíu leikmenn neituðu að spila áfram undir hans stjórn áður en hann hætti.Katrín Tanja ætlar sér stóra hluti á næsta ári og Gunnar er alltaf vinsæll.fréttablaðið/getty3.Segir þau hafa gert mikil mistök með því að ná Katrínu Tönju heilli á heimsleikana Katrín Tanja Davíðsdóttir komst ekki á pall á heimsleikunum í Crossfit árið 2017 eftir að vinna keppnina annað árið í röð árið 2016. Hún hafnaði í fimmta sæti og tók þjálfari hennar fulla ábyrgð á mistökum í undirbúningi fyrir leikana. Katrín var meidd í aðdraganda heimsleikanna árið 2017 en hún vann þá tvö árin á undan meidd. Þjálfari hennar vildi sjá hvernig hún myndi standa sig ómeidd og dró því úr æfingaálaginu fyrir leikana 2017 til að passa upp á meiðsli. Það gekk ekki upp því Katrín toppaði ekki á réttum tíma og sigu keppendur fram úr henni á lokasprettinum. Þetta voru mistök að mati þjálfarans en hann ætlar ekki aftur að draga svona úr æfingaálaginu.4.Gunnar Nelson sendur í 30 daga leyfi Eins og fram hefur komið vann Gunnar Nelson glæstan sigur á Alex Oliveira í UFC-búrinu í Toronto í byrjun desember en bardagann kláraði hann með olnbogahöggi og uppgjafartaki í annarri lotu. Eins og venjan er var Gunnar sendur í 30 daga leyfi frá keppni en eftir bardaga þurfa bardagakapparnir að taka sér mislangt leyfi til að ná sér heilum. Sumir þurfa að bíða eftir grænu ljósi frá lækni til að mega byrja að æfa aftur. Íslendingar voru greinilega áhyggjufullir um Gunnar og lásu því þessa frétt upp til agna. Þetta leyfi hefur engin áhrif á Gunnar sem naut bara jólanna og stefnir að því að keppa aftur í Lundúnum í mars.Veðrið var vinsælt í Brasilíu og margir fundu til með Gísla.vísir/vilhelm5.Pepsimörkin: Veðrið stal senunni í Eyjum Þetta var kannski ekki beint stærsta frétt ársins og bjuggust fáir við því að hún myndi komast á topp tíu yfir árið enda varla frétt að það sé rok í Vestmannaeyjum. HM í fótbolta spilaði hér stóra rullu því brasilísk fréttakona var send til Íslands til að fjalla ítarlega um íslenskan fótbolta í rúma tvo mánuði áður en strákarnir okkar fóru til Rússlands. Tveimur dögum eftir að fréttin birtist á Vísi skrifaði hún um veðurfarið á eina stærstu fréttasíðu Brasilíu og hlekkjaði á fréttina. Hún öðlaðist þá nýtt og enn betra líf.6.Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta í maí eftir 3-1 sigur á FH í úrslitarimmu Olís-deildar karla. Eyjamenn voru þó langt því frá vinsælasta íþróttalið ársins eftir stórt atvik í þriðja leiknum í Eyjum. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, braut ansi gróflega á Gísla Þorgeir Kristjánssyni með þeim afleiðingum að hann meiddist á öxl og skallaði gólfið hressilega. Gísli gat lítið beitt sér í fjórða leiknum þar sem að Andri Heimir sat upp í stúku enda í leikbanni fyrir brotið í leiknum í Eyjum. Hann fékk ekki rautt spjald fyrir brotið en var dæmdur í bann af mynbandsupptöku.Fyrirliðinn vildi ekki annað treyjumál en Hannes átti íþróttastund ársins.vísir/vilhelm7.Aron Einar: Ákvað að sleppa því að fá treyjuna frá Messi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, reyndi að fá treyju Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik Íslands á EM 2016. Ronaldo bað hann um að skipta á treyjum við sig við búningsklefana og úr varð mikill fjölmiðlastormur. Aron nennti ekki öðru svona atviki eftir leikinn á móti Argentínu þegar að Ísland mætti hinum besta leikmanni heims, Lionel Messi, og lét fyrirliðinn það vera að reyna að fá treyju Argentínumannsins. Fyrirliðinn spilaði meiddur á HM en byrjaði alla leikina er Íslands fór heim eftir riðlakeppnina án þess að vinna sigur.8.Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Stærsta einstaka íþróttastund ársins 2018 var vafalítið þegar að Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í 1-1 jafnteflinu á móti Argentínu. Hannes var vel undirbúinn en hann vissi að þegar að pressan er sem mest fer Messi í öryggishornið sitt vinstra megin og þar var Hannes mættur. Breiðhyltingurinn fékk mikla athygli og sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, að hann ætti að spila með liðum eins og Chelsea eða Manchester United. Hann fór eftir HM til Qarabaq í Aserbaídjan.Grenjandi Hollendingar og hjartveik Annie Mist.vísir/getty9.„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Í aðdraganda HM 2018 birti enska blaðið The Guardian skemmtilega grein á vefsíðu sinni þar sem stuðningsmenn margra þjóða sem ekki áttu lið á HM voru spurði með hverjum þeir myndu halda í Rússlandi. Stuðningsmaður frá Ítalíu sagðist halda með Íslandi og sömuleiðis sá katalónski. Færeyingurinn hélt einnig með Íslandi sem og sá sem var spurður frá Gana. En, Hollendingar eru ekki vinir okkar. Þeir eru enn súrir greyin eftir að tapa tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2016. Hollenska liðið skoraði ekki mark á 180 mínútum á móti Íslandi í þeim tveimur leikjum.10.Annie Mist gekkst undir hjartaaðgerð Crossfit er að stóru leyti það sem það er á Íslandi þökk sér Annie Mist Þórisdóttur sem varð allt í einu heimsmeistari í Crossfit og í kjölfarið varð þetta ein vinsælasta íþróttagrein á landinu. Annie vann heimsleikana tvö ár í röð og er algjör ofurstjarna í greininni en hún vonast nú til þess að ná sömu hæðum á næsta ári. Þessi ótrúlega íþróttakona gekk undir hjartaaðgerð í lok nóvember sem gekk vel og rigndi batakveðjum yfir íslensku Crossfit-drottninguna. Aðrar íþróttir Árslistar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Fréttir af strákunum okkar á HM 2018 í fótbolta, endurkomu Gunnars Nelson í búrið í Toronto, íslensku Crossfit-drottningunum og stórt en gamalt mál í kringum íslenska kvennalandsliðið vöktu mesta athygli á íþróttavef Vísis á árinu 2018. Gunnar Nelson er alltaf vinsæll og sérstaklega þegar að hann vinnur. Íslenski bardagakappinn sneri aftur í búrið með stæl og lagði brasilíska kúrekann Alex Oliveira með stæl í Toronto en fréttir í kringum bardagann voru vinsælar hjá lesendum Vísis. Strákarnir okkar náðu ekki markmiðum sínum á HM 2018 í fótbolta en gerðu frækið 1-1 jafntefli við Argentínu þar sem að Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Frétt í tengslum við þá stund er að sjálfsögðu á meðal tíu vinsælustu frétta ársins. Crossfit er orðið afar vinsælt á Íslandi og eru íslensku stjörnurnar stórar á heimsvísu. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru báðar á topp tíu listanum þetta árið yfir mest lesnu fréttirnar. Þá laumast á topp tíu listann árið 2018 frétt af veðrinu í Vestmannaeyjum þökk sé áhugasömum Brasilíumönnum og mögulega grófasta brot ársins í íslenskum íþróttum þar sem að gulldrengurinn úr Hafnarfirði, Gísli Þorgeir Kristjánsson, var tekinn illa í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.Gunnar Nelson var á toppnum og Þóra B. í öðru sæti.vísir/getty/vilhelm1.Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Gunnar Nelson tapaði óvænt fyrir argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio sumarið 2017 og þurfti sárlega á sigri að halda þegar að hann gat loks aftur snúið til baka í búrið eftir að glíma við erfið meiðsli. Íslenski bardagakappinn fór létt með að pakka saman brasilíska kúrekanum Alex Olivera með svakalegu olnbogahöggi en Gunnar kláraði svo bardagann með uppgjafartaki og hefur nú klárað flesta bardaga allra á slíkan hátt í sögu veltivigtar UFC. Gunnar var ósáttur með olnbogahögg Oliveira aftan í hnakkann á sér í byrjun bardagans sem eru stórhættuleg og ólögleg. Dómarinn gerði ekkert í málunum en höggin tóku Gunnar úr sambandi og þurfti hann að berjast fyrir lífi sínu í fyrstu lotu.2.Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra B. Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, steig fram á ráðstefnu um jafnfrétti í íþróttum í ágúst og fór þar ófögrum orðum um Þórð Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Þóra sagði að Þórður hefði á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þóra nefndi Þórð ekki á nafn en augljóst er að um hann er að ræða. Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að hópefli leikmanna á sínum tíma hefði orðið til þess að hann þurfti að hætta en tíu leikmenn neituðu að spila áfram undir hans stjórn áður en hann hætti.Katrín Tanja ætlar sér stóra hluti á næsta ári og Gunnar er alltaf vinsæll.fréttablaðið/getty3.Segir þau hafa gert mikil mistök með því að ná Katrínu Tönju heilli á heimsleikana Katrín Tanja Davíðsdóttir komst ekki á pall á heimsleikunum í Crossfit árið 2017 eftir að vinna keppnina annað árið í röð árið 2016. Hún hafnaði í fimmta sæti og tók þjálfari hennar fulla ábyrgð á mistökum í undirbúningi fyrir leikana. Katrín var meidd í aðdraganda heimsleikanna árið 2017 en hún vann þá tvö árin á undan meidd. Þjálfari hennar vildi sjá hvernig hún myndi standa sig ómeidd og dró því úr æfingaálaginu fyrir leikana 2017 til að passa upp á meiðsli. Það gekk ekki upp því Katrín toppaði ekki á réttum tíma og sigu keppendur fram úr henni á lokasprettinum. Þetta voru mistök að mati þjálfarans en hann ætlar ekki aftur að draga svona úr æfingaálaginu.4.Gunnar Nelson sendur í 30 daga leyfi Eins og fram hefur komið vann Gunnar Nelson glæstan sigur á Alex Oliveira í UFC-búrinu í Toronto í byrjun desember en bardagann kláraði hann með olnbogahöggi og uppgjafartaki í annarri lotu. Eins og venjan er var Gunnar sendur í 30 daga leyfi frá keppni en eftir bardaga þurfa bardagakapparnir að taka sér mislangt leyfi til að ná sér heilum. Sumir þurfa að bíða eftir grænu ljósi frá lækni til að mega byrja að æfa aftur. Íslendingar voru greinilega áhyggjufullir um Gunnar og lásu því þessa frétt upp til agna. Þetta leyfi hefur engin áhrif á Gunnar sem naut bara jólanna og stefnir að því að keppa aftur í Lundúnum í mars.Veðrið var vinsælt í Brasilíu og margir fundu til með Gísla.vísir/vilhelm5.Pepsimörkin: Veðrið stal senunni í Eyjum Þetta var kannski ekki beint stærsta frétt ársins og bjuggust fáir við því að hún myndi komast á topp tíu yfir árið enda varla frétt að það sé rok í Vestmannaeyjum. HM í fótbolta spilaði hér stóra rullu því brasilísk fréttakona var send til Íslands til að fjalla ítarlega um íslenskan fótbolta í rúma tvo mánuði áður en strákarnir okkar fóru til Rússlands. Tveimur dögum eftir að fréttin birtist á Vísi skrifaði hún um veðurfarið á eina stærstu fréttasíðu Brasilíu og hlekkjaði á fréttina. Hún öðlaðist þá nýtt og enn betra líf.6.Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta í maí eftir 3-1 sigur á FH í úrslitarimmu Olís-deildar karla. Eyjamenn voru þó langt því frá vinsælasta íþróttalið ársins eftir stórt atvik í þriðja leiknum í Eyjum. Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, braut ansi gróflega á Gísla Þorgeir Kristjánssyni með þeim afleiðingum að hann meiddist á öxl og skallaði gólfið hressilega. Gísli gat lítið beitt sér í fjórða leiknum þar sem að Andri Heimir sat upp í stúku enda í leikbanni fyrir brotið í leiknum í Eyjum. Hann fékk ekki rautt spjald fyrir brotið en var dæmdur í bann af mynbandsupptöku.Fyrirliðinn vildi ekki annað treyjumál en Hannes átti íþróttastund ársins.vísir/vilhelm7.Aron Einar: Ákvað að sleppa því að fá treyjuna frá Messi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, reyndi að fá treyju Cristiano Ronaldo eftir fyrsta leik Íslands á EM 2016. Ronaldo bað hann um að skipta á treyjum við sig við búningsklefana og úr varð mikill fjölmiðlastormur. Aron nennti ekki öðru svona atviki eftir leikinn á móti Argentínu þegar að Ísland mætti hinum besta leikmanni heims, Lionel Messi, og lét fyrirliðinn það vera að reyna að fá treyju Argentínumannsins. Fyrirliðinn spilaði meiddur á HM en byrjaði alla leikina er Íslands fór heim eftir riðlakeppnina án þess að vinna sigur.8.Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Stærsta einstaka íþróttastund ársins 2018 var vafalítið þegar að Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í 1-1 jafnteflinu á móti Argentínu. Hannes var vel undirbúinn en hann vissi að þegar að pressan er sem mest fer Messi í öryggishornið sitt vinstra megin og þar var Hannes mættur. Breiðhyltingurinn fékk mikla athygli og sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, að hann ætti að spila með liðum eins og Chelsea eða Manchester United. Hann fór eftir HM til Qarabaq í Aserbaídjan.Grenjandi Hollendingar og hjartveik Annie Mist.vísir/getty9.„Íslenska liðið er hæfileikalaust og ofmetið og má fokka sér“ Í aðdraganda HM 2018 birti enska blaðið The Guardian skemmtilega grein á vefsíðu sinni þar sem stuðningsmenn margra þjóða sem ekki áttu lið á HM voru spurði með hverjum þeir myndu halda í Rússlandi. Stuðningsmaður frá Ítalíu sagðist halda með Íslandi og sömuleiðis sá katalónski. Færeyingurinn hélt einnig með Íslandi sem og sá sem var spurður frá Gana. En, Hollendingar eru ekki vinir okkar. Þeir eru enn súrir greyin eftir að tapa tveimur leikjum á móti Íslandi í undankeppni EM 2016. Hollenska liðið skoraði ekki mark á 180 mínútum á móti Íslandi í þeim tveimur leikjum.10.Annie Mist gekkst undir hjartaaðgerð Crossfit er að stóru leyti það sem það er á Íslandi þökk sér Annie Mist Þórisdóttur sem varð allt í einu heimsmeistari í Crossfit og í kjölfarið varð þetta ein vinsælasta íþróttagrein á landinu. Annie vann heimsleikana tvö ár í röð og er algjör ofurstjarna í greininni en hún vonast nú til þess að ná sömu hæðum á næsta ári. Þessi ótrúlega íþróttakona gekk undir hjartaaðgerð í lok nóvember sem gekk vel og rigndi batakveðjum yfir íslensku Crossfit-drottninguna.
Aðrar íþróttir Árslistar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira