Forsetinn sló jörðina upp í rjáfur Jakob Bjarnar skrifar 27. desember 2018 10:31 Guðni Th kom óvænt við sögu í jólasýningu Þjóðleikhússins en Siggi Sigurjóns fór á kostum í leikgerð sem byggir á hinni þekktu kvikmynd Chaplins. visir/Vilhelm/Þjóðleikhúsið Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018 Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ekki vildi betur til en svo, þegar heimurinn í líki risastórrar blöðru, var sendur út í sal meðal áhorfenda í Þjóðleikhúsinu, að hann sveif hátt í loft upp og festist uppi í rjáfri. Þetta var eftir að hinn öflugi forseti landsins, Guðni Th. Jóhannsson, sem sat á fremsta bekk, hafði slæmt til hans hendi. Forsetinn blakaði blöðrunni af slíkum krafti frá sér að hún sveif upp að hinu þekkta stuðlabergslofti álfahallarinnar og lagðist þar á ljósabrú.Mikil stemming í Þjóðleikhúsinu Mikil stemming var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi þá er Einræðisherrann var frumsýndur. Jólasýning Þjóðleikhússins er hápunktur hvers leikárs og forsetinn á fremsta bekk. Hefð er fyrir því að gestir rísi úr sætum sínum þá er hann gengur í salinn. Sigurður Sigurjónsson, sá ástsæli leikari, var á heimavelli í danskri leikgerð hinnar klassísku kvikmyndar Chaplins. Þó Sigurður eigi að baki sérlega glæsilegan feril á sviði sem og á hvíta tjaldinu má segja að þetta hlutverk sé eins og skrifað fyrir hann. Margir þekkja kvikmyndina og þá hið þekkta atriði þegar Chaplin í hlutverki einræðisherrans Hinkels bregður á leik með heiminn – þannig er þessi blaðra til komin.Leiksigur Sigga Sigurður hefur lengi verið aðdáandi Chaplins og fór hann með hlutverk einræðisherrans/rakarans áreynslulaust og án allrar tilgerðar. Sem er meira en segja það þegar um svo ýktar persónur er að ræða. Helga Vala Helgadóttir, leikkona og þingmaður, var á frumsýningunni og hún telur að um leiksigur sé að ræða. „Siggi vann þarna mikið þrekvirki enda á sviðinu, ýmist sem rakarinn eða einræðisherrann, allan tímann. Þá er það heilmikil kúnst að feta í fótspor sjálfs Chaplin sem allir þekkja og hafa skoðun á. Það er einfalt að detta í þann pytt að herma bara eftir, en Siggi gerði svo miklu miklu meira. Hann var rakarinn, var einræðisherrann og hjartað var þarna út í gegn. Þess vegna hló ég og grét og grét svo úr hlátri enda persónusköpunin einlæg og sönn,“ skrifar Helga Vala í stuttum leikdómi sem hún birtir á Fb-síðu sinni. Sáum Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Siggi Sigurður Sigurjónsson vann þarna mikið þrekvirki enda á... Posted by Helga Vala Helgadóttir on Thursday, December 27, 2018
Forseti Íslands Leikhús Tengdar fréttir Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Við þurfum að hlusta á þessa sögu Sigurður Sigurjónsson leikur í Einræðisherra Chaplins sem er jólaleikrit Þjóðleikhússins. Segir einræðistilburði vera áberandi víða. 22. desember 2018 11:00