Lygileg endurkoma Leeds annan leikinn í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 26. desember 2018 17:45 Það ríkir mikil gleði í Leeds. Eðlilega. vísir/getty Leeds United er á hraðbyr upp í ensku úrvalsdeildina en eftir 3-2 sigur á Blackburn er liðið sex stiga forskot á liðið í þriðja sæti. Leeds vann ótrúlegan sigur á Aston Villa í síðustu umferð en sigurmarkið skoraði Kemar Roofe með nánast síðustu spyrnu leiksins. Í dag var svipað uppi á teningnum. Leeds komst yfir á 33. mínútu er Derrick Williams varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Blackburn jafnaði í upphafi síðari hálfleiks er Charles Mulgrew skoraði úr vítaspyrnu og hann var aftur á ferðinni í uppbótartíma er Blackburn komst yfir. Flestir héldu þá að sigur Blackburn væri í höfn enda 91 mínúta komin á klukkuna. Dramatíkinni var þó ekki lokið. Kemar Roofe, fyrrum Víkingur, jafnaði metin í næstu sókn. Hann var ekki hættur því hann skoraði svo sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Leeds ótrúlegan sigur. Leeds er nú á toppnum með 51 stig en Norwich er í öðru sætinu með 48 stig. WBA er í þriðja sætinu með 45 stig en tvö efstu liðin fara beint upp. Það þriðja fer í umspil eins og lið fjögur til sex. Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er Aston Villa vann 1-0 útisigur á Swansea. Sigurmarkið skoraði Conor Hourihane á 63. mínútu en Villa er komið í níunda sætið; þremur stigum frá umspilssæti. Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem tapaði 1-0 fyrir Millwall á útivelli en Reading er í vandræðum. Þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með nítján stig, þremur stigum frá öruggu sæti.Öll úrslit dagsins: Birmingham - Stoke 2-0 Bolton - Rotherham 2-1 Bristol - Brentford 1-1 Leeds - Blackburn 3-2 Middlesbrough - Sheffield Wednesday 0-1 Millwall - Reading 1-0 Norwich - Nottingham Forest 3-3 Preston - Hull 1-2 QPR - Ipswich 3-0 Sheffield United - Derby 3-1 Swansea - Aston Villa 0-1 WBA - Wigan 2-0FULL TIME: How do you even sum that game up? 2-1 down heading into the 90th minute, then up steps Kemar Roofe with two goals in two minutes!— Leeds United (@LUFC) December 26, 2018 Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Leeds United er á hraðbyr upp í ensku úrvalsdeildina en eftir 3-2 sigur á Blackburn er liðið sex stiga forskot á liðið í þriðja sæti. Leeds vann ótrúlegan sigur á Aston Villa í síðustu umferð en sigurmarkið skoraði Kemar Roofe með nánast síðustu spyrnu leiksins. Í dag var svipað uppi á teningnum. Leeds komst yfir á 33. mínútu er Derrick Williams varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Blackburn jafnaði í upphafi síðari hálfleiks er Charles Mulgrew skoraði úr vítaspyrnu og hann var aftur á ferðinni í uppbótartíma er Blackburn komst yfir. Flestir héldu þá að sigur Blackburn væri í höfn enda 91 mínúta komin á klukkuna. Dramatíkinni var þó ekki lokið. Kemar Roofe, fyrrum Víkingur, jafnaði metin í næstu sókn. Hann var ekki hættur því hann skoraði svo sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Leeds ótrúlegan sigur. Leeds er nú á toppnum með 51 stig en Norwich er í öðru sætinu með 48 stig. WBA er í þriðja sætinu með 45 stig en tvö efstu liðin fara beint upp. Það þriðja fer í umspil eins og lið fjögur til sex. Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er Aston Villa vann 1-0 útisigur á Swansea. Sigurmarkið skoraði Conor Hourihane á 63. mínútu en Villa er komið í níunda sætið; þremur stigum frá umspilssæti. Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Reading sem tapaði 1-0 fyrir Millwall á útivelli en Reading er í vandræðum. Þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með nítján stig, þremur stigum frá öruggu sæti.Öll úrslit dagsins: Birmingham - Stoke 2-0 Bolton - Rotherham 2-1 Bristol - Brentford 1-1 Leeds - Blackburn 3-2 Middlesbrough - Sheffield Wednesday 0-1 Millwall - Reading 1-0 Norwich - Nottingham Forest 3-3 Preston - Hull 1-2 QPR - Ipswich 3-0 Sheffield United - Derby 3-1 Swansea - Aston Villa 0-1 WBA - Wigan 2-0FULL TIME: How do you even sum that game up? 2-1 down heading into the 90th minute, then up steps Kemar Roofe with two goals in two minutes!— Leeds United (@LUFC) December 26, 2018
Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira