Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:30 Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011. EPA Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins. Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16