Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 22. desember 2018 20:00 Var íslenska rostungastofninum útrýmt af landnámsmönnum? Teikningin var gerð fyrir þáttaröðina Landnemarnir, sem sýnd var á Stöð 2. Teikning/Jakob Jóhannsson. Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Að rannsókninni standa vísindamenn við Háskóla Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Kannað var erfðaefni á þriðja hundrað rostungsbeina sem fundist hafa á Íslandi og þau aldursgreind. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir og þær marka þáttaskil í sögu dýralíffræði Íslands. Erfðaefni íslensku rostungsbeinanna reynist vera af sérstakri gerð sem ekki finnst annars staðar. „Það bendir allt til þess, út frá erfðaupplýsingunum, - þetta eru ekki bara einstaklingar sem hafa komið hingað og dáið hérna, - heldur deila þeir ákveðnum erfðabreytileika, sem finnst ekki annars staðar. Það bendir til þess að þetta sé íslenskur stofn,“ segir Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við Háskóla Íslands, og Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, með hauskúpur rostunga sem fundist hafa á Íslandi.Stöð 2/KMU.Fundarstaðir beinanna benda til að rostungar hafi einkum verið við vestanvert landið. „Frá Reykjanesi, eða Rosmhvalanesi eins og það hét nú einu sinni, og norður fyrir Vestfirði í Húnaflóann,“ segir Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Örnefni vestanlands eins og Urthvalafjörður á Snæfellsnesi og Hvallátur á Breiðafirði og Hvallátur við Látrabjarg vísa einnig til rostunga. „Og þetta fellur reyndar saman við útbreiðslu á helstu fæðu rostunga, að minnsta kosti í dag, og það er skelfiskur, kúfiskur og önnur skeldýr. Og það er langmest af þessu akkúrat á þessum landsvæðum,“ segir Hilmar.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaAldursgreiningarnar benda til að rostungar hafi kæpt við Íslandsstrendur um þúsundir ára en horfið við landnám, eða jafnvel á áratugunum áður, sem gæti stutt kenningar Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings, um að menn hafi haft útstöðvar á Íslandi til auðlindanýtingar áður en hið opinbera landnám er talið hefjast. „Aldursgreiningarnar benda til að þær séu frá um 800 - 830, til svona um 6000 fyrir Krist,“ segir Snæbjörn. Þetta rímar við kenningar Bergsveins Birgissonar rithöfundar, sem birtust í bókinni Svarti víkingurinn, um að landnámsmenn eins og Geirmundur heljarskinn hafi gengið hart fram í rostungsveiðum.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi í Noregi, sem hann telur hafa verið ættaróðal Geirmundar heljarskinns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta passar skemmtilega við hans tilgátur um landnámið, að það gæti hafa verið hér stofn sem menn hafi nýtt og jafnvel útrýmt,“ segir Snæbjörn. „Það finnast engin merki, hann virðist deyja út eða hverfa allavega, og það fellur saman við þennan tíma sem landnámið er í gangi. Og það kann að vera, eins og er vitað annarsstaðar frá, að menn hafi ofveitt, gengið of skarpt í að nýta þessa auðlind, og veitt hana niður,“ segir Hilmar. Urðu þetta örlög íslenska rostungastofnsins? Teikningin er úr þáttaröðinni Landnemarnir.Teikning/Jakob Jóhannsson.Snæbjörn segir erfðamengi íslensku rostunganna benda til að þeir hafi verið skyldastir rostungum sem nú finnast á Svalbarða, en síður þeim sem nú eru á Grænlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Rostungsbeinin frá því löngu fyrir Kristsburð Aldursgreining rostungabeina styður kenningu um fast aðsetur rostunga hér. 28. september 2015 07:00 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Rostungur í Flateyjardal „Þetta var ógleymanlegt að standa þarna fáeina metra frá þessari gríðarlegu skepnu og mynda hana í krók og kring, vitandi það að ekki mjög margir hafa fengið slíkt tækifæri hérlendis,” sagði ljósmyndarinnar Víðir Pétursson sem tók fyrr í dag myndir af rostungi sem flatmagaði í fjörunni í Flateyjardal. Fjallað er um málið á þingeyska fréttamiðlunum Skarpur.is. 3. september 2010 17:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Að rannsókninni standa vísindamenn við Háskóla Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Kaupmannahafnarháskóla. Kannað var erfðaefni á þriðja hundrað rostungsbeina sem fundist hafa á Íslandi og þau aldursgreind. Fyrstu niðurstöður liggja nú fyrir og þær marka þáttaskil í sögu dýralíffræði Íslands. Erfðaefni íslensku rostungsbeinanna reynist vera af sérstakri gerð sem ekki finnst annars staðar. „Það bendir allt til þess, út frá erfðaupplýsingunum, - þetta eru ekki bara einstaklingar sem hafa komið hingað og dáið hérna, - heldur deila þeir ákveðnum erfðabreytileika, sem finnst ekki annars staðar. Það bendir til þess að þetta sé íslenskur stofn,“ segir Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.Snæbjörn Pálsson, prófessor í stofnlíffræði við Háskóla Íslands, og Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, með hauskúpur rostunga sem fundist hafa á Íslandi.Stöð 2/KMU.Fundarstaðir beinanna benda til að rostungar hafi einkum verið við vestanvert landið. „Frá Reykjanesi, eða Rosmhvalanesi eins og það hét nú einu sinni, og norður fyrir Vestfirði í Húnaflóann,“ segir Hilmar J. Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Örnefni vestanlands eins og Urthvalafjörður á Snæfellsnesi og Hvallátur á Breiðafirði og Hvallátur við Látrabjarg vísa einnig til rostunga. „Og þetta fellur reyndar saman við útbreiðslu á helstu fæðu rostunga, að minnsta kosti í dag, og það er skelfiskur, kúfiskur og önnur skeldýr. Og það er langmest af þessu akkúrat á þessum landsvæðum,“ segir Hilmar.Rostungar sjást reglulega við Ísland, eins og þessi sem fjölskylda gekk fram á í Ófeigsfirði á Ströndum sumarið 2008. Pilturinn heitir Mikael Róbertsson og var þá níu ára.Mynd/ÁgústaAldursgreiningarnar benda til að rostungar hafi kæpt við Íslandsstrendur um þúsundir ára en horfið við landnám, eða jafnvel á áratugunum áður, sem gæti stutt kenningar Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings, um að menn hafi haft útstöðvar á Íslandi til auðlindanýtingar áður en hið opinbera landnám er talið hefjast. „Aldursgreiningarnar benda til að þær séu frá um 800 - 830, til svona um 6000 fyrir Krist,“ segir Snæbjörn. Þetta rímar við kenningar Bergsveins Birgissonar rithöfundar, sem birtust í bókinni Svarti víkingurinn, um að landnámsmenn eins og Geirmundur heljarskinn hafi gengið hart fram í rostungsveiðum.Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali á Ögvaldsnesi í Noregi, sem hann telur hafa verið ættaróðal Geirmundar heljarskinns.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta passar skemmtilega við hans tilgátur um landnámið, að það gæti hafa verið hér stofn sem menn hafi nýtt og jafnvel útrýmt,“ segir Snæbjörn. „Það finnast engin merki, hann virðist deyja út eða hverfa allavega, og það fellur saman við þennan tíma sem landnámið er í gangi. Og það kann að vera, eins og er vitað annarsstaðar frá, að menn hafi ofveitt, gengið of skarpt í að nýta þessa auðlind, og veitt hana niður,“ segir Hilmar. Urðu þetta örlög íslenska rostungastofnsins? Teikningin er úr þáttaröðinni Landnemarnir.Teikning/Jakob Jóhannsson.Snæbjörn segir erfðamengi íslensku rostunganna benda til að þeir hafi verið skyldastir rostungum sem nú finnast á Svalbarða, en síður þeim sem nú eru á Grænlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fornminjar Grænland Landnemarnir Tengdar fréttir Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23 Rostungsbeinin frá því löngu fyrir Kristsburð Aldursgreining rostungabeina styður kenningu um fast aðsetur rostunga hér. 28. september 2015 07:00 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45 Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45 Rostungur í Flateyjardal „Þetta var ógleymanlegt að standa þarna fáeina metra frá þessari gríðarlegu skepnu og mynda hana í krók og kring, vitandi það að ekki mjög margir hafa fengið slíkt tækifæri hérlendis,” sagði ljósmyndarinnar Víðir Pétursson sem tók fyrr í dag myndir af rostungi sem flatmagaði í fjörunni í Flateyjardal. Fjallað er um málið á þingeyska fréttamiðlunum Skarpur.is. 3. september 2010 17:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Landnemarnir - Þrælahald og kvennabúr Geirmundar heljarskinns „Það segja vitrir menn, að hann hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á Íslandi,“ segir Landnámabók um Geirmund heljarskinn. 11. mars 2016 14:23
Rostungsbeinin frá því löngu fyrir Kristsburð Aldursgreining rostungabeina styður kenningu um fast aðsetur rostunga hér. 28. september 2015 07:00
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Geirmundur heljarskinn sagður mongólskur og hörundsdökkur Sá sem sagður var göfgastur allra landnámsmanna Íslands er á norsku sögusafni sýndur mongólskur útlits og mjög hörundsdökkur. 14. mars 2016 18:45
Fornleifar í Stöðvarfirði taldar með elstu minjum um mannvist á Íslandi Enn ein vísbendingin um mannvist á Íslandi fyrir landnámsártalið 874 er fundin. Aldursgreining bendir til að skáli hafi verið reistur skömmu eftir árið 800. 12. september 2016 19:45
Rostungur í Flateyjardal „Þetta var ógleymanlegt að standa þarna fáeina metra frá þessari gríðarlegu skepnu og mynda hana í krók og kring, vitandi það að ekki mjög margir hafa fengið slíkt tækifæri hérlendis,” sagði ljósmyndarinnar Víðir Pétursson sem tók fyrr í dag myndir af rostungi sem flatmagaði í fjörunni í Flateyjardal. Fjallað er um málið á þingeyska fréttamiðlunum Skarpur.is. 3. september 2010 17:09