Ekki flókið að tína til höggin sem skilja að Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. desember 2018 11:00 Guðrún slær af teig á Íslandsmótinu í sumar. Mynd/GSÍmyndir/sigurður elvar Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, segir að það hafi verið viss vonbrigði að vera annað árið í röð aðeins nokkrum höggum frá því að komast á Evrópumótaröðina í golfi. „Auðvitað er maður fyrst og fremst svekktur, þetta eru sex högg sem munar að ég endi meðal 25 efstu, það er hægt að horfa á þetta sem eitt högg á dag. Það er auðvelt þegar ég lít til baka að finna þessi 5-6 högg sem þurfti til,“ sagði Guðrún aðspurð hvernig tilfinningarnar væru eftir mótið er hún var á heimleið til Íslands. Í gær lauk fyrsta tímabili Guðrúnar sem atvinnukylfings þar sem hún hefur leikið á LETA-mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu, og lenti hún í 69. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Besta árangrinum náði hún í lokamóti tímabilsins í Barcelona þar sem hún var efst fyrir lokahringinn en fataðist flugið á lokahringnum og lenti í 17. sæti. Þá gerði hún atlögu að því að komast inn á Evrópumótaröðina og verða um leið fjórði íslenski kvenkylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lék heilt yfir stöðugt golf, fékk níu skolla, einn skramba og átta fugla á hringjunum en það dugði ekki til, Guðrún var fimm höggum frá því að enda meðal 25 efstu sem fengu þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. „Heilt yfir var spilamennskan góð, ég var að slá betur en ég hef gert til þessa en pútterinn brást mér þessa vikuna. Ég tek það út úr þessu móti að hafa slegið vel en ég veit að ég á nóg inni á flötunum.“ Guðrún hefur átt viðburðaríkt ár en hún var hluti af Evrópuúrvali áhugakylfinga í mars ásamt því að verða Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn í sumar. „Þessir tveir viðburðir standa upp úr, Íslandsmeistaratitillinn var ansi kærkominn og mér fannst frábært að spila fyrir hönd Evrópu í Doha. Markmið næsta árs er svo bara að gera betur á mótunum á LETA-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá brött að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn í höggleik, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili, segir að það hafi verið viss vonbrigði að vera annað árið í röð aðeins nokkrum höggum frá því að komast á Evrópumótaröðina í golfi. „Auðvitað er maður fyrst og fremst svekktur, þetta eru sex högg sem munar að ég endi meðal 25 efstu, það er hægt að horfa á þetta sem eitt högg á dag. Það er auðvelt þegar ég lít til baka að finna þessi 5-6 högg sem þurfti til,“ sagði Guðrún aðspurð hvernig tilfinningarnar væru eftir mótið er hún var á heimleið til Íslands. Í gær lauk fyrsta tímabili Guðrúnar sem atvinnukylfings þar sem hún hefur leikið á LETA-mótaröðinni, næststerkustu mótaröð Evrópu, og lenti hún í 69. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Besta árangrinum náði hún í lokamóti tímabilsins í Barcelona þar sem hún var efst fyrir lokahringinn en fataðist flugið á lokahringnum og lenti í 17. sæti. Þá gerði hún atlögu að því að komast inn á Evrópumótaröðina og verða um leið fjórði íslenski kvenkylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu mótaröð Evrópu. Hún lék heilt yfir stöðugt golf, fékk níu skolla, einn skramba og átta fugla á hringjunum en það dugði ekki til, Guðrún var fimm höggum frá því að enda meðal 25 efstu sem fengu þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. „Heilt yfir var spilamennskan góð, ég var að slá betur en ég hef gert til þessa en pútterinn brást mér þessa vikuna. Ég tek það út úr þessu móti að hafa slegið vel en ég veit að ég á nóg inni á flötunum.“ Guðrún hefur átt viðburðaríkt ár en hún var hluti af Evrópuúrvali áhugakylfinga í mars ásamt því að verða Íslandsmeistari í höggleik í fyrsta sinn í sumar. „Þessir tveir viðburðir standa upp úr, Íslandsmeistaratitillinn var ansi kærkominn og mér fannst frábært að spila fyrir hönd Evrópu í Doha. Markmið næsta árs er svo bara að gera betur á mótunum á LETA-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá brött að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira