Jólamarkaður CCTV og Child um helgina Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 09:30 Jón Ingi, Sigurður Ýmir, Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjónsson, ásamt Pétri Kiernan sem er staddur í Víetnam og því ekki á myndinni, opna jólamarkað með vörum sínum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Jólamarkaður fatamerkjanna CCTV og Child hefst í kvöld við Ingólfsstræti 6. Bæði merkin hafa vakið töluverða athygli á þeim stutta tíma síðan þau ruddust inn á „streetwear“-markaðinn á Íslandi – til að mynda vakti skothelt vesti CCTV mikla athygli á sínum tíma. Merkin deila vinnustofu úti á Granda og hafa yfirleitt verið eldsnögg að selja upp hverja einustu spjör þegar þau opna dyrnar fyrir kaupóðu tískuáhugafólki. Benedikt Andrason hjá Child sagði í fyrra í viðtali við Lífið að þeim hefði þótt vanta eitthvað agressívara á tískumarkaðinn hér á landi og það virðist hafa verið rétt hjá honum. „Þetta hefur verið mislengi í vinnslu en allt sem verður til sölu er óútgefið. Við verðum líka með nýjar útfærslur af gömlu dóti. Við verðum meðal annars með peysur og boli úr okkar samstarfi. Við höfum deilt sömu vinnustofu nánast síðan bæði merkin byrjuðu og okkur fannst þetta vera rétti tíminn til að gera „collab“, segir Pétur Kiernan, tískupostuli sem er viðloðandi bæði merkin. Aðspurður hvort þarna verði eitthvað óvenjulegt á boðstólum á borð við skotheld vesti eða eitthvað í þá áttina segir hann að það verði meira úrval en venjulega og einnig að þarna verði til að mynda gallabuxur falar, en merkin hafa að mestu haldið sig við toppa hingað til, og „utility“ vesti – eins konar vinnuvesti með slatta af vösum. „Þetta verða að mestu leyti föt en við verðum þó með hálsmen til sölu sem Child gerði í samstarfi við Trausta Má AKA Frosty.“ Pétur segir að upplagið á markaðnum í þetta sinn verði töluvert meira en það hefur verið hingað til enda hafa bæði merkin eins og áður segir verið gífurlega vinsæl og fólk hefur þurft frá að hverfa þegar allt fatakyns hefur selst upp og búðinni lokað löngu áður en auglýstur opnunartími er liðinn. „En ef allt selst fyrr en við búumst við munum við þurfa að loka búðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir Pétur en bætir því þó við að jólaandinn muni svífa yfir vötnum og mikið stuð verði á meðan opið er – hversu lengi sem það muni verða. Samkvæmt Facebook-síðu markaðarins mun hann standa yfir frá klukkan 17 í kvöld og til 22, frá 12 til 22 á morgun og að lokum frá 12 til 23 á Þorláksmessu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“