Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 20:45 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki. Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki.
Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira