Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2018 11:32 Geimfarið Cassini tók þessa mynd af Satúrnusi og hringjum hans í apríl árið 2016. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018 Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mannkynið er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera uppi á þeim tiltölulega stutta tíma sem gasrisinn Satúrnus er skreyttur tignarlegum hringum. Ný rannsókn á hringjunum bendir til þess að þeir gætu verið horfnir eftir aðeins hundrað milljón ár þar sem efni rignir úr þeim niður í faðm Satúrnusar. Vísindamenn hafa lengi deilt um hvort að hringir Satúrnusar hafi myndast á sama tíma og reikistjarnan sjálf fyrir um 4,6 milljörðum ára eða hvort þeir hafi orðið til seinna, ef til vill þegar halastjörnur eða jafnvel tungl rifnuðu í sundur á braut um hana. Smám saman kvarnast úr hringjunum þegar agnir í þeim fá rafhleðslu frá sólarljósi eða geimgeislum og segulsvið Satúrnusar beinir þeim niður í átt að lofthjúpnum. Þar gufa agnirnar upp. James O‘Donoghue og félagar hans hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA rannsökuðu hringina með Keck-sjónaukanum á Havaí og athugunum sem Cassini-geimfarið gerði þegar það steyptist niður í lofthjúp Satúrnusar í fyrra, að sögn Washington Post. Niðurstaða þeirra var að þyngdarkraftur og segulsvið Satúrnusar toga jafngildi sundlaugar í ólympískri stærð af efni úr hringjunum niður í lofthjúpinn á þrjátíu mínútum. Séu þeir útreikningar réttir eru hringirnir aðeins um hundrað milljón ára gamlir og urðu til á þeim tíma þegar risaeðlur reikuðu enn um jörðina. Þeir gætu þannig verið algerlega horfnir eftir hundrað til þrjú hundruð milljón ár. „Við erum heppin að vera til staðar til að sjá hringjakerfi Satúrnusar sem virðist vera á miðjum aldri,“ segir O‘Donoghue. Júpíter, Úranus og Neptúnus hafa einnig hringi í kringum sig en mun þynnri og tilkomuminni en Satúrnusar. O‘Donoghue varpar fram þeirri kenningu að ef hringirnir eru í raun tímabundin fyrirbæri þá gætu hinir gas- og ísrisarnir í sólkerfinu einnig hafa skartað risastórum hringjum í fyrndinni, að því er segir í frétt Space.com.We're seeing #Saturn's rings at just the right time. Scientists estimate that this spectacular phenomenon is no more than 100 million years old—a short time during the life of the solar system—and the rings won't last forever. Learn more: https://t.co/KWDIKAbwmm pic.twitter.com/upQ9ZlV1wY— NASA Solar System (@NASASolarSystem) December 17, 2018
Geimurinn Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00 Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. 15. september 2017 12:00
Hringir Satúrnusar gætu verið nýlegir Fyrstu mælingar Cassini-geimfarsins benda til þess að hringir Satúrnusar hafi ekki myndast fyrr en risaeðlur höfðu þegar reikað um jörðina í meira en hundrað milljón ár. 31. ágúst 2017 16:39