Komst áfram á HM í pílu en var gagnrýndur fyrir ruddaskap og dólgslæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 13:00 James Wade. Vísir/Getty Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Englendingurinn James Wade vann endurkomusigur á Japanum Seigo Asada á HM í pílu í gær og komst fyrir vikið áfram í þriðju umferð keppninnar. Framkoma James Wade gagnvart Seigo Asada þótti hinsvegar ekki til mikillar fyrirmyndar. Seigo Asada komst tvisvar yfir í leiknum, 1-0 og 2-1, en James Wade vann á endanum 3-2. Wayne Mardle, spekingur á Sky Sports, gagnrýndi agressíva framkomu James Wade og gerði hann talsvert úr dólgslátum landa síns. „Svona á ekki að sjást. Hann var alltof agressívur þarna. Ég vona að hann vakni á morgun og átti sig á því að hann gerði mistök. Hann getur ekki talið að þetta sé rétt framkoma og öugglega engum sem horfði á finnst þetta vera í lagi. Þetta er ruddaframkoma og það ekkert pláss fyrir hana í pílu,“ sagði Wayne Mardle, sérfræðingu Sky Sports."Does he mean he wanted to punch him in his face? What does he mean? I am absolutely lost for words."@Wayne501Mardle is astonished after an explosive post-match interview from James Wade. Watch live on Sky Sports Darts or follow it here: https://t.co/oBngD5seUy#LovetheDartspic.twitter.com/gvpC5bhEhP — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 19, 2018Það sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á honum og fleirum var það hvernig James Wade fór upp að andliti Japanans og fagnaði eftir að hann jafnaði metin í 1-1. Þegar gengið var á James Wade og hann spurður út í hegðun sína þá talaði hann um að hafa „verið að gera þetta fyrir Bretland“ eins og hann komst að orði. „Það var frábær tilfinning að koma til baka. Ég hefði auðveldlega getað tapað þessu. Ég gerði þetta fyrir soninn minn og fyrir þjóðina mína svo að þetta er í lagi,“ sagði James Wade sem eignaðist son fyrir tíu vikum. „Ég vildi meiða hann. Ég vildi virkilega meiða hann því ég ætlaði mér áfram,“ sagði James Wade um ógnandi framkomu sína. Seigo Asada vann næsta sett og komst aftur yfir en Wade tókst að vinna síðustu tvö settin og komast áfram. Michael Smith komst líka áfram í þriðju umferð eftir 3-1 sigur á Hollendingum Ron Meulenkamp og þá vann Ryan Joyce Ástralann Simon Whitlock 3-0. Írinn William O'Connor tryggði sér líka sæti í 32 manna úrslitunum með 3-2 sigri á James Wilson.HM í pílu er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og er sýnt frá mótinu á hverjum degi. Í dag verða tvær útsendingar, sú fyrri er í gangi en sú síðari hefst klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira