Fingrafar nægir til að opna og ræsa bílinn Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 09:00 Hyundai Kona. Hyundai hefur þróað tækni sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína með fingrafarinu einu saman. Með því eru bíllyklarnir orðnir óþarfir og áhyggjur af því að týna þeim eða þurfa að kaupa nýjan horfnar. Fyrstu Hyundai-bílarnir búnir þessari tækni verða til sölu í Kína strax á fyrri hluta næsta árs. Hægt verður að skanna inn fingraför fleiri en eins ökumanns, eða til dæmis allra fjölskyldumeðlima með bílpróf. Bílarnir stilla síðan sætisstöðu, hliðarspegla, stýrisstöðu og miðstöð við hæfi hvers ökumanns. Þegar bíllinn er opnaður er nóg að leggja fingur að hurðarhúni hans, sem og á þar til gerðan ræsingarhnapp þegar starta á bílnum. Í þessu nýja fingrafarakerfi Hyundai er alls öryggis gætt og erfitt gæti reynst að stela þessum bílum þar sem opnunarkerfi þeirra les meira en aðeins fingrafar þess sem leyfi hefur til að opna bílinn. Kerfið á einnig að þola mikinn kulda og hita og virka í öllum veðrum, en helst væri áhyggjuefni um slíka virkni hérlendis ef bílarnir væru þaktir snjó. Fyrir því er væntanlega hugsað líka. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent
Hyundai hefur þróað tækni sem gerir bíleigendum kleift að opna og ræsa bíla sína með fingrafarinu einu saman. Með því eru bíllyklarnir orðnir óþarfir og áhyggjur af því að týna þeim eða þurfa að kaupa nýjan horfnar. Fyrstu Hyundai-bílarnir búnir þessari tækni verða til sölu í Kína strax á fyrri hluta næsta árs. Hægt verður að skanna inn fingraför fleiri en eins ökumanns, eða til dæmis allra fjölskyldumeðlima með bílpróf. Bílarnir stilla síðan sætisstöðu, hliðarspegla, stýrisstöðu og miðstöð við hæfi hvers ökumanns. Þegar bíllinn er opnaður er nóg að leggja fingur að hurðarhúni hans, sem og á þar til gerðan ræsingarhnapp þegar starta á bílnum. Í þessu nýja fingrafarakerfi Hyundai er alls öryggis gætt og erfitt gæti reynst að stela þessum bílum þar sem opnunarkerfi þeirra les meira en aðeins fingrafar þess sem leyfi hefur til að opna bílinn. Kerfið á einnig að þola mikinn kulda og hita og virka í öllum veðrum, en helst væri áhyggjuefni um slíka virkni hérlendis ef bílarnir væru þaktir snjó. Fyrir því er væntanlega hugsað líka.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent