Loka tveimur verksmiðjum Finnur Orri Thorlacius skrifar 20. desember 2018 10:00 Frá höfuðstöðvum Fiat Chrysler Automobiles. Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent
Það verður gott jólafríið sem starfsmenn fá í tveimur verksmiðjum sem Fiat Chrysler Automobiles starfrækir í Bandaríkjunum. Þar eru framleiddir Chrysler 300, Dodge Challenger, Dodge Charger og RAM 1500 pallbíllinn. Ástæðan fyrir lokununum er dræm sala sumra bílanan, sala Dodge Charger hefur t.d. fallið um 11% á þessu ári samanborið við fyrra ár. Sala Chrysler 300 hefur fallið um 5,3% á árinu. Öðru máli gegnir um margar aðrar bílgerðir Fiat Chrysler, en þar sem Jeep Wrangler er framleiddur sem og Jeep Grand Cherokee og Dodge Durango verður unnið yfir hátíðarnar, enda er salan á öllum þessum bílgerðum einkar góð. Unnið verður í verksmiðjunum 23., 24., 27. og 28. desember og því lítið jólafrí hjá þeim starfsmönnum sem þar vinna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent